Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 218
Um 12. gr.
Fyrri málsgrein 12. gr. kveður á um að ríkissjóður greiði laun aðstoðar-
fólks við uppgjör og úrvinnslu ræktunarskýrslna búfjár, þó að hámarki
fimm ársverk.
Þetta ákvæði er nýmæli frá lögum nr. 31/1973 þótt ríkissjóður hafi greitt
þessa vinnu að hluta gegnum fjárveitingar til Búnaðarfélags íslands. Hinn
hlutinn hefur verið greiddur af framlögum samkvæmt búfjárræktarlögum 3.
tölulið 10. gr. og 2. tölulið 15. gr.
Með þessu ákvæði frumvarpsins eru tekin af öll tvímæli varðandi þessa
greiðslu. Gert er ráð fyrir svipuðu formi og verið hefur undanfarið varðandi
þetta uppgjör og úrvinnslu. Einnig er ákvæði um að Búnaðarfélag Islands
ákveði skiptingu þessara fimm ársverka milli búgreina ef þörf krefur.
Síðari málsgrein 12. gr. er ákvæði þess efnis, að ríkissjóður greiði, eftir
því sem fé er vUtt til á fjárlögum hverju sinni, framlög til búfjárræktarstarfs
á grundvelli búfjárræktarsamþykktar sbr. 6. gr.
Gert er ráð fyrir að búfjárræktarnefndir geri verk- og kostnaðaráætlanir á
grundvelli upplýs:nga frá búnaðarsamböndunum. Þessar áætlanir verði
lagðar fyrir landbúnaðarráðherra áður en að gerð fjárlaga kemur hverju
sinni, ásamt greinargerð um starfsemi liðinsárs. Fjárveitingar verði ákvarð-
aðar með hliðsjón af tillögum búfjárræktarnefndanna og þar með tekin
afstaða til hvaða verkefni á sviði búfjárræktar verði unnin fyrir fé úr
ríkissjóði á komandi ári. Þegar fjárlög liggja fyrir skal landbúnaðarráðu-
neytið greina frá hvernig búfjárræktarframlög komandi árs skiptast milli
búnaðarsambanda og til hvaða starfsemi þau skulu renna. Þetta skal gert
eigi síðar en sex vikum eftir samþykkt fjárlaga svo tími vinnist til að
endurskoða áætlanir nýs árs ef þörf krefur.
Hér er um viðamikla efnisbreytingu að ræða frá lögum nr. 31/1973. í þeim
eru skýr ákvæði um greiðslur úr ríkissjóði til einstakra þátta búfjárræktar-
innar. Þau ákvæði er að finna í flestum köflum laganna.
Þrátt fyrir þau ákvæði sem eru í lögum nr. 31/1973 um þessi framlög hafa
þau ekki skilað sér sem skyldi vegna síðasta árs, og á fjárlögum fyrir árið
1989 er einungis gert ráð fyrir greiðslu á Iaunahluta ríkissjóðs til frjótækna,
af þeim greiðslum sem lögin kveða á um. Greiðsluskyldan er í sumum
tilfellum tekin af, eða talin vera það, með öðrum lögum, auk þess sem þessi
ákvæði laganna þykja ekki lengur falla að ríkjandi aðstæðum, og stundum
vitnað til þess að verið sé að greiða framlög til einstaklinga vegna
búfjárræktar þeirra. Þetta má til sanns vegar færa hvað varðar geiðslu
verðlauna á búfjársýningum.
Tilgangurinn með búfjársýningum er m.a. sá að vekja athygli á bestu
kynbótagripunum, sem völ er á hverju sinni, og veita eigendum þeirra
216