Búnaðarrit - 01.01.1989, Side 212
Fagráð eru mynduð með samkomulagi milli viðkomandi búgreinasam-
taka, leiðbeininga-, kennslu-, og rannsóknastofnana o.fl. aðila ef henta
þykir. Við myndun þessara fagráða er gerður samstarfssamningur milli
hlutaðeigandi stofnana og viðkomandi búgreinafélags. Þær stofnanir sem
hér um ræðir eru Búnaðarfélag íslands, Bændaskólarnir, Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins, Tilraunastöðin á Keldum o.fl. stofnanir eftir því sem
við á gagnvart hverri búfjártegund.
Tilgangurinn með myndun fagráða er sá að ná saman fulltrúum frá
viðkomandi búgrein og þeim stofnunum sem fara með fagmál greinarinnar
til þess að fjalla sameiginlega um fagsvið hennar og taka sameiginlegar
ákvarðanir um stefnumótun og framkvæmd þeirra faglegu málaflokka sem
tilheyra viðkomandi grein. Á þann hátt má ætla að best samstaða náist um
skipan rannsókna, leiðbeininga og kennslu varðandi hverja búgrein og
mannafli og fjármagn nýtist sem best til þess að ná auknum árangri í hverri
búgrein.
Gert er ráð fyrir að störf í fagráði verði ólaunuð, en hver aðili beri
kostnað af störfum síns/sinna fulltrúa í ráðinu. Gert er ráð fyrir að fagráð
haldi fáa fundi á ári, en milli funda starfi fámennari framkvæmdanefndir,
sem ráðin kjósi eða kveðið verði á um í samstarfssamningum. Fjöldi fulltrúa
í fagráðum getur orðið mjög mismunandi allt eftir því hvaða búgreinar eiga í
hlut.
Ákvæðin um skipun búfjárræktarnefnda og heimild til myndunar fagráða
eru nýmæli frá gildandi lögum nr. 31/1973. Með þessum nýmælum eru bein
áhrif starfandi bænda í viðkomandi búgrein á mótun og framkvæmd
ræktunarstarfsins verulega aukin frá því sem verið hefur.
Þessi nýmæli 4. gr. koma í reynd, efnislega, í stað þess ákvæðis í 1. gr.
gildandi íaga um búfjárrækt nr. 31/1973 þar sem kveðið er á um, að
Búnaðarfélags íslands móti heildarstefnu í ræktun hverrar búfjártegundar.
Stefnumörkunin færist því yfir á breiðari grunn og nánara samstarf verður á
milli þeirra félaga og stofnana sem annast framkvæmd hinna ýmsu þátta
þessara mála.
Um 6. gr.
Greinin fjallar um hlutverk búfjárræktarnefnda. Hlutverkin eru tilgreind
í fjórum liðum, þ.e. stafliðunum a)-d).
a) Þessi liður kveður á um framkvæmd ræktunarstarfsins sem m.a. felst í
mótun á rekstri ræktunarstöðva, sem nánar eru skilgreindar í 9. gr.,
skýrsluhaldi, mati á búfé og búfjárafurðum, vali á kynbótagripum og
öðrum þeim viðfangsefnum, sem stuðlað geta að ræktunarframförum.
Val kynbótagripa hefur verið í verkahring kynbótanefnda í nautgripa-
og sauðfjárrækt og kynbótanefndar Stóðhestastöðvarinnar í Gunnars-
holti varðandi hrossaræktina, svo langt sem valið á hestum inn á
Stóðhestastöðina nær í heildarvali og notkun á kynbótahestum.
210