Búnaðarrit - 01.01.1989, Síða 27
II. Skýrsla Árna Snœbjörnssonar
í upphafi árs 1988 vann ég að uppgjöri á
skurðgreftri ársins 1987 og gekk frá því
þannig að unnt væri að greiða verktökum á
tilsettum tíma. Vélgrafnir skurðir og endur-
nýjun gamalla skurða reyndist 2.834.732 m3 á
árinu 1987 og meðalverð á grafinn rúmmetra
var 13,95 kr, semer23,45% hækkun frá árinu
1986.
Plógræsla á árinu 1987 var alls 150.953 m
og meðalkostnaður á hvern metra var 3,11
kr.
I upphafi árs 1988 kom í ljós að pantanir
fyrir árið 1988 hljóðuðu upp á rúmlega 3
milljónir rúmmetra í opnum skurðum og 120.050 m í plógræsum. Sam-
kvæmt ákvörðun stjórnar B.í. var úthlutað 2,5 milljónum rúmmetra í
opnum skurðum og vann ég að því að skipta því magni og undirbúa útboð á
þeim svæðum, þar sem þau eru viðhöfð. Skurðgröftur var boðinn út á 5
svæðum, en plógræsla var ekki boðin út. Alls bárust tilboð frá 9 verktökum.
Tilboð í skurðgröftinn voru opnuð 17. maí. Eftir athugun á þeim tilboðum,
sembárust, var gerð tillaga til stjórnar B.í. um, hvaða tilboðum skyldi tekið
ásamt tillögum um magn og verð á öðrum svæðum en útboðssvæðum.
Stjórn B.í. staðfesti síðan eftirfarandi lista um verktaka og verð í maílok
1988.
Árni Snœbjörnsson
A. Ræktunarsambönd á eigin svæöum:
Magn, m3 Verð, kr. á mJ
1. Rsb. Kjalarnesþings 28.600 18,50
2. Rsb. Hvalfjaröar 79.000 18,50
3. Rsb. Mýramanna 278.000 18,50
4. Rsb. Snæfellinga 114.000 18,50
5. Rsb. Dalasýslu 15.000 19,00
6. Rsb. V.-Húnavatnssýslu 88.000 18,50
7. Rsb. A.-Húnavatnssýslu 27.000 18,50
8. Rsb. Skagafjarðar 286.000 18,50
9. Rsb. Eyjafjaröar 38.000 18,50
10. Rsb. N.-Þingeyjarsýslu 8.400 21,60
11. Rsb. Austurlands 145.000 21,60
12. Rsb. Bæjar-, Nesja-, Hafnar-, Mýra- og Borgarhafnarhr 22.400 18,50
13. Rsb. Hjörleifur 264.000 15,00
25