Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 197
2. 4. gr., 2. málsgr. orðist svo:
„Ráðherra getur, með samþykki Búnaðarfélags íslands, viðurkennt"
o.s.frv.
3. 5. gr. orðist svo:
Búfjárræktarnefndir skipuleggja ræktunarstarf vegna einstakra búfjár-
tegunda fyrir hönd Búnaðarfélags íslands. í búfjárræktarnefnd sitja 5
menn og jafnmargir til vara, kosnir til tveggja ára í senn. Búnaðarþing
kýs tvo nefndarmenn úr hópi héraðsráðunauta, og aðra tvo úr hópi
starfandi bænda í búgreininni. Nú starfar búgreinafélag/búgreinasam-
band, sem nær til landsins alls, hefur innan vébanda sinna að minnsta
kosti % starfandi bænda í búgreininni og hefur sett sér búfjárræktarsam-
þykkt. Kýs það þá tvo bændur í búfjárræktarnefnd búgreinarinnar í
stað Búnaðarþings. Fimmti fulltrúinn er landsráðunautur Búnaðarfé-
lags íslands í búgreininni (héraðsráðunautur, ef landsráðunautur er
ekki starfandi), tilnefndur af stjórn þess, og er hann formaður nefndar-
innar.
Heimilt er að ákveða í reglugerð, að í búfjárræktarnefnd séu þrír eða
sjö, ef sérstakar ástæður mæla með. Þó skulu hlutföll haldast óbreytt
milli héraðsráðunauta og bænda.
Sé starfandi fapráð, sem bæði búgreinasamtök í viðkomandi grein og
Búnaðarfélag Islands eru aðilar að, getur Búnaðarfélag íslands með
samþykki ráðherra falið því að meira eða minna leyti verkefni búfjár-
ræktarnefndar í viðkomandi búgrein.
4. 6. gr., d. liður orðist svo:
„að undirbúa verk- og kostnaðaráætlanir vegna búfjárræktarstarfsins í
viðkomandi grein“.
5. í 8. gr. verði stafliður a) stafliður b), en stafliður b) stafliður a).
Úr staflið a) (eftir þá breytingu) falli orðin: „eða fjárveitingar eru
takmarkaðar".
Síðasta málsgrein orðist svo:
„Landbúnaðarráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um menntun
og starfssvið ráðunauta, svo og um launakjör og ferðakostnað héraðs-
ráðunauta, sem þátttaka“ o.s.frv. óbr.
6. 9. gr., stafliður b) orðist svo:
„Með greiðslu 65% af launum forstöðumanna ræktunarstöðva, jafnhá-
um launum héraðsráðunauta, og 65% af launum aðstoðarfólks, jafnhá-
um launum“ o.s.frv. óbr.
7. 12. gr., 2. málsgrein orðist svo:
„Ríkissjóður greiði árlega framlag, er að lágmarki jafngildir 22,5
milljónum króna á verðlagi 1988, til búfjárræktarstarfa á grundvelli
búfjárræktarsamþykkta, samanber 7. grein. Búnaðarfélag íslands skil-
ar verk- og kostnaðaráætlun“ o.s.frv. óbr.
195