Búnaðarrit - 01.01.1989, Blaðsíða 199
komast á laggirnar. Nú lítur svo út, að þau verði byggð upp með
breytilegum hætti, og kemur vel til greina, að Búnaðarfélag íslands
gæti, með samþykki ráðherra, falið þeim verkefni búfjárræktarnefnda,
sumum hverjum að minnsta kosti.
Megintilgangur þeirra breytinga, sem hér eru lagðar til, er að tryggja,
að ræktunarforustan haldist í aðlatriðum í einni stofnun með þátttöku
forustu fagmanna og starfandi bænda. Slík samvirk forusta ætti að
fyrirbyggja tortryggni, sem upp kynni að koma gagnvart landsráðu-
naut, ef hann væri að mestu einn um stefnumótun.
Búnaðarþingi virtist hins vegar, að orðalag frumvarpsins væri á þá leið,
að búfjárræktarnefndunum væri ætlað að vinna að mestu sjálfstætt,
fyrst og fremst ábyrgar gagnvart ráðherra, eða þannig mætti að minnsta
kosti skilja það. Væri þá um verulegan tvískilning að ræða gagnvart 1.
málsgrein 4. greinar.
Búnaðarþing leggur verulega áherzlu á þá breytingu, sem hér er lögð
til, og aðrar í samhengi við hana. (Sjá breytingartillögur við 4. og7. lið).
4. Hér er lagt til að orða þetta svo, að nefndin undirbúi áætlanir, sem
formlega eru lagðar fram til fjárlagagerðar af Búnaðarfélagi íslands.
5. Hér er í fyrsta lagi lagt til, að snúið sé við stafliðum, þannig að
landsráðunautar séu taldir fyrr. Er það smekksatriði.
Þá er lagt til, að niður falli orðin „eða fjárveitingar eru takmarkaðar“.
Búnaðarþing fellir sig vel við, að ráðherra samþykki fjölda stöðugilda,
sem þarf til að fullnægja ákvæðinu um landsráðunaut í öllum búfjár-
ræktargreinum, er bændur stunda. En hitt er ófært, að stöðuhlutfalli
megi breyta frá ári til árs með fjárveitingum. Þar verða að koma til
aðrar ástæður.
Þá er lagt til, að inn í síðustu málsgrein 8. greinar verði skotið orðinu
„héraðsráðunauta“. Tekur það af tvímæli um, að greiðslur ríkisins til
launa Iandsráðunauta miðast við kjarasamninga, þótt greiðslur vegna
héraðsráðunauta (sem eru hlutagreiðslur) miðist við launaflokk, sem
ráðherra ákveður með hliðsjón af kjarasamningum. Er þetta óbreytt
frá núverandi skipan.
6. Þarf ekki skýringu.
7. Hér er tekin upp ákveðin krónutala sem lágmarksframlag til starfsemi
samkvæmt 7. grein. Það fé, sem undanfarið hefur runnið til þessarar
starfsemi úr ríkissjóði, hefur allt farið til ræktunarstarfs á félagsgrund-
velli.
Verulegur hluti hefur runnið til starfsemi búnaðarsambanda. Fjárhag-
ur þeirra stendur nú víða hallt vegna samdráttar í hefðbundnum
búgreinum og minni jarðræktarframlaga. Þau eru þýðingarmiklar
stofnanir í hverju héraði og fyrir þjóðfélagið og margt, sem gengur úr
skorðum, ef þau gefast upp. Að því má líka færa gild rök, að
197