Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 13
Þá voru áætlaðar sértekjur hækkaðar hressilega og langt upp t'yrir það
sem hugsanlegt er að náist að afla. Sú áætlun fékkst lækkuð um tvær
milljónir kr. og fjárveitingin hækkuð um sömu upphæð.
I þriðja lagi var mikið reynt til að fá hækkaðar fjárveitingar til leiðbein-
ingaþjónustu búnaðarsambandanna. Til þeirra fékkst sérstök fjárveiting,
sex millj. kr., sem er hliðstæðogníu milljóna kr. fjárveiting tvö síðustu árin.
í sambandi við þá afgreiðslu vísaði formaðurfjárveitinganefndar til þess, að
til stæði að tryggja búnaðarsamböndunum ákveðinn tekjustofn. Þar vísaði
hann til tillagna nefndar undirforystu Alexanders Stefánssonar, alþm., og
þcirra hugmynda sent s.n. sjóðagjaldanefnd hafði uppi, þó aðekki væru þær
komnar fram með formlegum hætti. Að þessu tekjustofnamáli verður vikið
síðar.
Þrátt fyrir nýsett búfjárræktarlög og nýendurskoðuð jarðræktárlög, sem
hvoru tveggja leiddu til sparnaðar fyrir ríkið, vantaði stórlega á að ætlað
væri nægt fé til þessara framlaga í fjárlagafrumvarpi. Þessi framlög voru í
frumvarpinu færð undir einn fjárlagalið og aðeins 110 millj. kr. í þessi
framlög.
Þessi upphæð fékkst þó hækkuð í 190 millj. kr. Hins vegar stóðu þessi mál
þannig nú um áramótin:
1. Búfjárrœktarframlög, sem greiða átti á árinu 1988, voru fullgrcidd að
tveimur millj. kr. undanskildum, sem vantaði á verðbætur. Af búfjár-
ræktarframlögum, sem greiða átti á árinu 1989 voru ógreiddar41 millj.
kr. Með verðbótum nema þau kr. 49,2 millj.
2. Jarðrœktarframlög, sem greiða átti 1988 (vegna framkvæmda 1987),
voru að fullu greidd. Af jaröræktarframlögum, sem greiða átti 1989,
voru ógreiddar 131,5 millj.kr. Með verðbótum nemur þetta nú 161,8
millj. kr.
Jarðræktarframlög, sem greiða þarf vegna framkvæmda 1989, nema
rúmum 130 millj. kr.
Nú hefur landbúnaðarráðunéytið fengið því framgengt, að 90 millj. kr. af
fjárlagatölu yfirstandandi árs komi til greiðslu nú um miðjan janúar. Af
þeim þarf að taka um 25 millj. kr. til að greiða fyrir framræslu í samræmi við
verksamninga og afganginn til að greiöa upp í framlagaskuldir þær, sem að
framan eru nefndar, og skiptast þær hlutfallslega eftir skuldum á milli
jarðræktar og búfjárræktar. Þá er gert ráð fyrir að ljúka greiðslum framlaga
vegna ársins 1988 oggreiða framlög vegna frantkvæmda 1989 (að framræslu
undanskilinni) alfarið með verðtryggðum en vaxtalausum skuldabréfum, er
ríkissjóður ábyrgist.
Búnaðarþing kom saman til reglulegs fundar 27. febrúar og lauk 8. ntars.
Það stóö því í 10 daga. Það hélt 13 fundi, fékk 43 mál til meðferðar og
samþykkti 32 ályktanir. í einni þeirra fólst samþykkt um að kveðja skyldi
11