Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 37
Vegna skoðunar og vals á gripum fór ég tvær ferðir til Hríseyjar á árinu,
þ.e. 27.-29. júní og 20.-21. nóv. Gripir eru vegnir og mældir mánaðarlega
aðrir en kýr, og fæ ég öll gögn um þá send jafnóðum auk þess sem mörg mál
stöðvarinnar eru rædd og leyst í símtölum.
Framtíðarnotkun Einangrunarstöðvarinnar í Hrísey og varðveizla og
rœktun Galloway kynsins í landi. A árinu var lögunum um innflutning
búfjár breytt á þá leið, að landbúnaðarráðherra getur, að fengnu samþykki
yfirdýralæknis, heimilað að flytja fósturvísa úr kúm í Sóttvarnarstöð ríkisins
í Hrísey í kýr í landi. Er þess getið í greinargerð, sem fylgdi frumvarpinu, að
flutningur á fósturvísum úr kúnr í Hrísey til lands bjóði „upp á mun hraðari
framræktun Gallowaynautgripakynsins helduren ef notaðareru sæðingar.“
I greinargerð til búnaðarmálastjóra, sem ég samdi um mitt þettá ár, rakti
ég áætlanir til þess tíma um framræktun og varðveizlu Gallowaystofnsins í
Hrísey í landi, en athygli ráðuneytisins á því, að sú aðstaða þyrfti að vera
fyrir hendi þegar haustið 1979, var vakin í erindi til ráðuneytisins haustið
1976. Ekkert hefur orðið úr framkvæmd þeirrar lagaskyldu enn. í sömu
greinargerð til búnaðarmálastjóra ítreka ég fyrra álit mitt frá 1987, að
Einangrunarstöðin í Hrísey verði áfram notuð til innflutnings á nautgripum
(nú fósturvísum), þegar Gallowaykynið telst fullræktað og varðveizla þess í
landi tryggð. Nefni ég enn tvö holdakyn í þessu sambandi auk áframhald-
andi kynbóta Gallowaykynsins, þ.e. Limosin og kollótt afbrigði af Here-
ford.
Talsverðum tíma var varið á árinu lil að skrá ýmsar upplýsingar til
viðbótar í lausblaðamöppur um hjörðina í Hrísey frá upphafi. Jafnframt
verða þær nú í tvíriti, og geymist annað í Hrísey. Skýrslur um gripina hafa
ekki verið færðar á tölvutækt form enn sem komið er.
Eg kom á þrjá fundi Kynbótanefndar á árinu til að skýra nefndarmönnum
b'á sæðingarnautum og sæðistöku í Hrísey og leita álits þeirra á notkun
einstakra nauta í landi og um sæðisbirgðir. Útsent sæði úr Hríseyjarnautum
b'á Nautastöð Búnaðarfélags íslands til dreifingarstöðva var árið 1989 6495
skammtar, þ.e. 12,7% af seldum skömmtum. Hefur notkun þess vaxið
stðustu árin. Þá ræddum við Jón Viðar Jónmundsson, ráðunautur, um
skráningu á kálfum og geldneytum, sem slátrað væri í sláturhúsum, þannig
að sjá mætti í skýrslum nautgriparæktarinnar, hvort um væri að ræða
blendinga.
Ritsmíðar, erindi og fundir. A árinu gat ég varið meiri tíma en að
undanförnu til að skrifa um málefni nautakjötsframleiðslu og holdanauta-
ræktar. I blaðið Dag á Akureyri skrifaði ég ýtarlega grein um nautakjöts-
framleiðslu, holdagripi og búfjárræktarlög, og birtist hún í blaðinu 15. og
16. marz. Var henni m.a. ætlað að vekja athygli á því, að löggjafinn þyrfti að
tryggja, aö sett yrðu í búfjárræktarlög ákvæði um stuðning við félagslegt
atak á þessu sviði áþekkt því, sem svo giftusamlega hefur reynzt í hinum
35