Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 191
Mál nr. 30
Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47 16. apríl 1971 um náttúru-
vernd, lögum nr. 20 30. apríl 1986 um Siglingamálastofnun ríkisins og
ýmsum lögum, er varda yfirstjórn umhverfismála. (Lagt fyrir Alþingi á 112.
löggjafarþingi 1989).
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing skorar á Alþingi að vanda betur undirbúning og val á þeim
verkefnum, sem umhverfisráðuneyti er ætlað að vinna.
Þingið leggur ríka áherzlu á, að atvinnuvegirnir beri ábyrgð á starfsemi
sinni gagnvart umhverfinu undir eftirliti umhverfisráðuneytis eða stofnana,
sem lúta stjórn þess.
Þar sem þessara grundvallarsjónarmiða hefur ekki verið gætt og mikill
ágreiningur er um málið í þjóðfélaginu, leggur Búnaðarþing eindregið til,
að málið verði athugað nánar og reynt að ná unt það sátt.
Verði Alþingi ekki við þessari ósk, treystir Búnaðarþing því, að eftirfar-
andi breytingar verði gerðar á frumvarpinu:
Niður falli orðin „vinna að gróðurvernd og“ í 1. mgr. 1. greinar
frumvarpsins og einnig falli niður orðin „verndun og“
í 2. mgr. sömu greinar. Ennfremur falli niður síðasta málsgrein 1. greinar
„þrátt fyrir ákvæði laga um landgræðslu" o.s.frv. til loka greinarinnar.
GREINARGERÐ:
Við athugun á þessu máli á Búnaðarþingi varð fulltrúum þess Ijóst, að í
þessu frumvarpi um tilfærslur verkefna milli ráðuneyta eru ákvæði, sem
munu leiða til þcss að dómi þingsins, að starfsemi stofnana, sem að hluta
eru færðar undir nýja húsbændur, verður ómarkviss og hætta er á, að til
ágreinings komi. Mun nteiri kostnaður verður við stjórnsýslu en þörf er á.
Nágrannalöndin liafa reynslu af umhverfisráðuneytum. I skýrslu, sent
kennd er við Gro Harlem Brundtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs, er
varað við að taka ákveðin framkvæmdaverkefni frá viðkomandi fagráðu-
neyti. Farsælla reynist, að umhverfisráðuneytið sé fyrst og fremst til
eftirlits.
Þær breytingar, sem Búnaðarþing leggur til í ályktuninni, beinast að
Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins. Gróðurvernd landgræöslunnar
felst í verklegum aðgerðum til að styrkja gróðurfar með því að hefta
sandfok með sáningu, áburði og friðun, gera varnargarða fyrir straumvötn
og ná samkomulagi við umráðamenn lands um uppgræðslu og friðun þar,
sem þess er þörf. Fyrir atbeina Landgræðslu ríkisins hefur náðst mikilvægur
árangur í landgræöslu og gróðurvernd, þótt knappur fjárhagur ltafi háð
starfseminni.
189