Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 210
í nautgripum veröur sýking langoftast (90%) gegnum öndunarfærin, en í
svínum og fuglum er smit frá meltingarvegi langalgengast. Frá smitstaö í
slímhúð öndunarfæra eða meltingarvegs berast sýklar til viðkomandi
svæðiseitla í hálsi, brjósti eða kviðarholi og valda þar bólgum. Hefur þetta
fyrsta stig sýkingar í dýrum verið nefnt byrjunarberklar (primær komplex).
í dýrum mun fremur sjaldgæft að sýkingin staðni á þessu stigi, heldur
breiðist sýkingin út, að vísu mishratt eftir dýrategundum og aðstæðum, uns
yfir lýkur.
Berklasýkillinn veldur sérkennilegri bólgu, sem þó er nokkuð mismun-
andi hjá mismunandi dýrategundum. I nautgripum koma oftast fram
bólguhnútar, berklar, bæði í hinu sjúka líffæri og tilsvarandi svæðiseitlum.
Mcingerð þessara hnúta er sérkennileg og auðþekkt að jafnaði við vefja-
skoðun. Smám saman stækka hnútarnir og eyðileggja vef þess líffæris sem
þeir vaxa í, fleiri hnútar geta runnið saman og myndast þá hnútaþyrping er
stundum getur orðið stærri en sjálft líffærið sem þeir hafa myndast í. Innst í
hnútunum deyr vefurinn smám saman og myndast þá oft sérkennilegur
ystkenndur, þykkur gröftur, gulur eða gulgrár á litinn. Umhverfis berkla-
hnútana nryndast oft þykkur bandvefshjúpurogí hinum skemmda vef koma
fram kalkmyndanir þegar frá líður og er það einkenni áberandi í nautgrip-
um. Allar þessar breytingar eru merki um varnaraðgerðir sjúklingsins gegn
árás berklasýkilsins. Oft duga þær hinsvegar ekki, svo að berklasýklarnir ná
að dreifast út um líffærið og víðar um skrokkinn með vessaæðum, jafnvel
með blóðinu. Geta þá berklaskemmdir orðið samtímis í mörgum líffærum
víðsvegar. Kemur þá fram óðatæring sem oftast dregur sjúklinginn til dauða
á skömmum tíma. Algengara er þó að dreifingin gangi hægar, og viðnáms-
þróttur sjúklingsins megni enn að draga hana á langinn en berklasýking
leiðir þó til svipaðra sjúklegra breytinga og áður er lýst þegar frá líður.
Hjá hrossum og fiundum eru berklabreytingar með nokkuð öðrum hætti.
Koma þær fram sem þéttir afmarkaðir, gráleitir, fleskkenndir hnútar í
hinum sjúku líffærum. Minna þeir við fyrstu sýn æði oft á æxlisvöxt,
sarkmein. Þá er þess einnig að geta að útlit berklaveiki í dýrum fer nokkuð
mikið eftir því hvaða afbrigði berklasýkilsins hefur valdið smitinu. Fugla-
berklar í svínum lýsa sér t.d. á annan hátt heldur en nautaberklar í svínum;
þó þarf alltaf að rækta sýkilinn á viðeigandi sýklaæti og gera sýkingartil-
raunir á dýrum áður en hægt er að segja með fullri vissu til um hvaða
afbrigði berklasýkilsins er um að ræða.
Berklasýklar framleiða sérstök eggjahvítuefni sem hafa þau áhrif að
sjúklingurinn fær fljótlega almennt ofnæmi (allergi) gegn þeim.
Fetta er notað til þess að greina hvort tiltekinn gripur hefur smitast af
berklasýklum eða ekki. Er þá svonefndu tuberculini dælt í sjúklinginn, en
það er vandlega útbúin blanda af dauðum berklasýklum og æti því sem þeir
voru ræktaðir í. Sé gripur ekki smitaður af berklum, hefur inndæling þessi
208