Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 167
Mál nr. 10
Erindi Birkis Friðbertssonar um bœtta réttarstöðu bœnda til nytja vegna
kvikfjárrœktar.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 17 sam-
liljóða atkvæðum:
Búnaðarþing 1990 beinir því til landbúnaðarráðherra, að hann setji með
reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd jarðalaga, eins og fram er tekið í
71. gr. laga nr. 90/1984.
GREINARGERÐ:
I reglugerðum er nánar kveðið á um framkvæmd laga og túlkunar þeirra.
Jarðalögin hafa ekki þá sérstöðu, að reglugerð með þeim sé óþörf.
Túlkun laga, er varða réttarstöðu atvinnugreina og eignarréttar þarf að vera
skýr og í fullu samræmi við tilgang laganna.
Ástæða er til þess að óska fyrrgreindrar reglugerðar, þar sem nú er
sérstök áherzla lögð á, að íslenzkur landbúnaður verði hagkvæmari.
í því sambandi verður ekki gengið fram hjá því, að á ýmsum jörðum væri
hægt að auka hagræðingu, einkum hvað varðar ræktun og heyöflun, með
því, að eignarhald eða nyt jaréttur til heyöflunar og beitar á viðkomandi jörð
væri á hendi þess eða þeirra, sem stunduðu þær greinar, sem byggjast á
framangreindum landsnytjum.
Vissum landshlutum, sem nú eiga í vök að verjast, er þeim mun hættaraaf
framangreindum orsökum sem ræktunarland er þar oft takmarkaðra og
jarðir hafa ef til vill brytjast meira niður en annars staðar, meðal annars
vegna arfaskipta eftir brottflutning.
Málnr. 11
Erindi Búnaðarsambands Austurlands um heftingu landbrots og varnirgegn
ágangi straumvatna.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing 1990 leggur mikla áherzlu á, að hraðað verði byggingu
varnargarða þar, sem straumvötn brjóta land og eyða gróðurlendi.
Því skorar Búnaðarþing á landbúnaðarráðherra og fjárveitinganefnd
Alþingis að hlutast til um, að veitt sé aukið fjármagn til þessa brýna
verkefnis.
165