Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 165
Mál /)/•. 5
Erindi Stéttarsambands bœnda um lögfestingu á frumvarpi til laga um
forfalla- og afleysingaþjónustu í sveitum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 21 sam-
hljóða atkvæði:
Búnaðarþing hefur fengið til umsagnar erindi Stéttarsambands bænda
um lögfestingu á frumvarpi til laga um forfalla- og afleysingaþjónustu í
sveitum.
Búnaðarþing mælir með lögfestingu frumvarpsins með eftirfarandi breyt-
ingum:
1. í 1. grein falli niður orðin: „svo og fastráðnum starfsmönnum bænda".
Greinin að öðru leyti óbreytt.
2. Niðurlag 2. gr. orðist svo: Gjaldið skal nema 0,4% afverði til framleið-
enda og leggjast ofan á söluverð búvara.
3. Upphaf 3. gr. orðist svo: Allir bændurog makarþeirra, svo og bústjórar
eiga rétt á aðstoð í veikinda- og slysatilfellum, enda séu þeir fullgildir
aðilar að búnaðarsambandi.
Greinin að öðru leyti óbreytt.
4. Upphaf4. gr. orðistsvo: Búnaðarsamböndin starfrœki forfallaþjónustu
eftir lögum þessum, hvert á sínu svœði.
Greinin síðan óbreytt.
GREINARGERÐ:
Lagafrumvarp það, sem hér liggur fyrir, var kynnt á síðasta aðalfundi
Stéttarsambands bænda, sem mælti með lögfestingu þess, þó með því
skilyrði, að framleiðendagjald til Stofnlánadeildar lækki um sama hlutfall
og gjaldtökunni nemur.
Lagt er til, að gerðar verði breytingar á fyrstu 4 greinum frumvarpsins.
Meginbreytingin er á 1. gr. frumvarpsins, þar sem lagt er til, að niöur
falli, að bændur njóti forfallaréttinda fyrir starfsfólk.
í 2. gr. er lagt til. að gjaldið verði 0,4% í stað 0,5%.
Meginbreytingin við 3. gr. felst í því, að til þess að njóta réttinda til
forfallaþjónustu verða bændur að vera fullgildir aðilar að búnaðarsam-
bandi, annað hvort í gegnum búnaðarfélag eða búgreinafélög eftir því, sem
reglur þar um verða mótaðar.
Mád nr. 6
Erindi Sambands garðyrkjubænda um lagaleg réttindi búgreinafélaga á við
hreppabúnaðarfélög.
Afgreitt með fyrri hluta máls nr. 20.
163