Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 82
Góð samvinna var við starfsmenn ýmissa stofnana og samtaka er fást við
fiskeldismál. „Upplýsingabanki" fiskeldishópsins stækkar enn og hefur
verið töluvert notaður af ýmsum aðilum. Verður haldið áfram að þróa og
auka þetta upplýsingasafn. Að lokum vil ég þakka stjórn félagsins og
starfsmönnum öllum fyrir gott og ánægjulegt samstarf á árinu.
Fiskeldi árið 1989
Þetta ár hefur verið mikið umbrotaár í íslensku fiskeldi. í kjölfar þess að
seiðaútflutningur stöðvast árið 1988 og ríkisábyrgðar á fjárfestingarlánum
var eldisrými matfiskeldisstöðva aukið mikið á því ári, bæði kvía- og
strandeldisstöðva.
Var því búist við að framleiðsla á laxi ykist mikið árið 1989. Var gert ráð
fyrir að framleiðslan yrði um 4500 lestir af laxi og um 400 lestir af silungi.
Þar af var búist við, vegna mikillar aukningar í seiðasleppingum, að heimtur
úr hafbeit yrðu um 400 lestir.
Nú er ljóst að þessar spár hafa ekki staðist. Framleiðslan af laxi varð um
1800 lestir að verðmæti um 468 milljónir króna og af silungi um 130 lestir, að
verðmæti um 23,4 milljónir króna.
Heimtur úr hafbeitinni urðu um 58 þúsund laxar, samtals um 180 lestir að
verðmæti um 56,7 millj. kr. Þetta eru um 2,4% heimtur af I- árs fiski að
meðaltali yfir landið allt, miðað við sleppingar 1988. Annars voru heimtur
allt frá 0% hjá minnstu stöðvunum til um 4-5% þar sem þær voru bestar.
Talið er að slæmar aðstæður á uppvaxtarsvæðum í sjó, lágur sjávarhiti og
næringarskortur, hafi haft þau áhrif að lægra hlutfall af laxinum varð
kynþroska eftir eitt ár í sjó en venja er.
Árið 1988 var framleiðsla af laxi í matfiskeldisstöövum um 1053 lestir og
úr hafbeit um 180 Iestir. Framleiðsla af silungi 1989 er svipuð og árið 1988.
Heildarverðmæti fiskeldis á árinu eru samtals rúmar 1100 millj. kr. (sjá
yfirlit). Þessar verðmætatölur eru miðaðar við nettó skilaverð til eldis-
stöðva, ekki útflutningsverðmæti. Ef tekið er tillit til þeirra og áhrifa
greinarinnar í þjóðarbúskapnum er ljóst að verðmæti greinarinnar er
margfalt meira. Helstu ástæður þess aö framleiðsla á matfiski varð svo
miklu minni 1989 en spáð hafði verið eru: léleg gönguseiði, vöntun á góðu
afurðalánakerfi, mikill fjármagnskostnaður samfara slæmri eiginfjárstöðu
fyrirtækjanna og lágt markaðsverð.
Aukning eldisrýmis gekk hægar fyrir sig en búist var við og því komust
stöðvarnar of seint í gang með matfiskeldið. Fiskurinn gekk of þröngt of
lengi og margir urðu einnig að kæla á fiskinum. Allt þetta dró úr vexti á
fiskinum. Svokallaður ótímabær kynþroski olli einnig vandamálum í eldinu
víða, svo að slátra varð smærri fiski en gert hafði verið ráð fyrir. Margar
stöðvar frestuðu einnig slátrun fram yfir áramót vegna lágs markaðsverðs
80
j