Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 234
Mælingamaður byrjar og endar á því í hverri stöð að taka hringferilshorn
þeirra stöðva, sem þríhyrninganetið mynda. í hvert skipti, sem þríhyrning-
ur er fenginn, er hornatal hans athugað, en það á að vera 200°, því að
hringferill mælingatækja nú orðið er 400°.
Upprétt stöng aðstoðarmanns þýðir, að óskað sé eftir aflestri mæiinga-
manns, mælingamaður les af á tæki sínu nákvæmt gráðutal, með tveimur
desimölum, og skráir í bók sína ásamt fjarlægð í stöng og lárétta hæð
miðlínu tækis á stöng, ef hún næst, annars gráðufrávik + eða + frá láréttu
sigti.
Hver mælingamaður hefur sér síðu í bók sinni fyrir hvern aðstoðar-
manna, sem líka skráir í sína bók merkingu punktanna og tengingu þeirra
innbyrðis eða við aðra punkta á öðrum stöðvum fyrr eða síðar. Rangt upp
gefinn punktur orsakar skekkju í korti. Þegar stangarmaður skiptir um
verkefni, sveiflar hann stöng sinni, og merkir mælingamaður það í bók sína.
Með því má koma í veg fyrir tengingaskekkjur.
í föstu starfi hjá Búnaöarfélagi íslands
Sumarið 1946 vann ég undir handleiðslu Pálma Einarssonar, og ferðuð-
umst við saman í mánaðartíma. Farið var vestur í Dali og að Reykhólum, en
þar var fyrirhuguð stofnun tilraunastöðvar í jarðrækt. Með í förinni var
Sigurður A. Elíasson, sem ráðinn hafði verið tilraunastjóri að væntanlegri
tilraunastöð, og átti hann að sjá unt að undirbúa og byggja land staðarins.
Landamerki stöðvarinnar til lands voru ákveðin, mælt fyrir framræslu á 15
ha lands (handgröftur) og ákvörðuð staðsetning íbúðarhúss með nýtingu
jarðhita í huga (Kötlulaug).
Með afburða dugnaði og útsjónarsemi tókst Sigurði að byggja stöðina og
rækta landið þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður.
Frá Reykhólum héldum við Pálmi að Blönduósi og mældum fyrir
skurðum, sem grafa átti með vélgröfum í hreppunum þar um kring.
Aðalmælingarnar voru í sambandi við Þingáveituna, framræsluskurðir, sem
áveitufélagið lét gera á sinn kostnaö. Á suðurleiðinni var svo mælt fyrir
framræsluskurðum í Skilmannahreppi. Að því loknu taldi Pálmi mig
fullfæran um að leysa verkefnin að eigin hugviti.
Hafursá í Vallahreppi hafði komið til tals sem tilraunastöð fyrir Austur-
land, og var hún mæld til kortagerðar með aöstoð tveggja stangarmanna.
Árið 1948 gaf Gunnar Gunnarsson, skáld, ríkissjóði jörð sína
Skriðuklaustur með feikna miklu sérstæðu, vönduðu íbúðarhúsi. Skyldi
nýting eignanna tengjast menningarlegum tilgangi, en þar var efst á blaöi
tilraunastöð fyrir landbúnaðinn. Þá var ákveðið aðflytja tilraunastöðinafrá
Hafursá að Skriðuklaustri.
Þá var gerð athugun fyrir Þór Guðjónsson, veiðimálastjóra, á breytingu
afrennslis Lagarfljóts frá Seleyri beint austur í Héraðsflóa. Lagarfljót fellur
232