Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 124
Fyrir atbeina Árna Gestssonar, forstjóra Glóbusar hf., var stofnaö til
Átaks í landgræðslu árið 1988, sem er til aðstoðar Landgræðslunni við
uppgræðslu landsins. Átakið hratt af stað síðast liðið vor landshappdrætti til
styrktar landgræðslu og tókst það vel. Samtals varð hreinn hagnaður um
11.5 milljónir króna og landgræðslustarfið fékk mikla kynningu.
Á árinu hófst undirbúningur að Átaki í landgræðsluskógum, þar sem
Skógræktarfélag íslands, Skógrækt ríkisins, landbúnaðarráðuneytið ásamt
Landgræðslu ríkisins hafa tekið saman höndum um að minnast 60 ára
afmælis Skógræktarfélagsins á árinu 1990 með myndarlegu átaki í plöntun
landgræðsluskóga. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er verndari
beggja Átakanna.
Landgræðsla ríkisins hefur staðið fyrir umfangsmikilli uppgræðslu á
Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði vegna Blönduvirkjunarsíðan 1981 og
er verkefnið greitt af Landsvirkjun. Far var dreift í sumar 387 tonnum af
áburði og grasfræi. Bætt var við 450 hekturum í nýrri uppgræðslu. Unnið
var við fyrirhleðslur til varnar landbroti af völdum fallvatna í öllum
kjördæmum landsins.
Unnið var ötullega að ýmsum öðrum gróðurverndarstörfum á árinu. Dr.
Anna Guðrún Þórhallsdóttir hóf störf hjá Landgræðslunni í ársbyrjun og
vann við gróðurverndar- og gróðureftirlitsstörf. Eins og oft áður voru
haldnir fjölmargir fundir með bændum og sveitarstjórnum um upprekstrar-
mál og gróðurvernd. Það sem hæst bar á þessu sviði var að samið var við
bændur að reka ekki sauðfé á afrétt Hvolhreppinga og Rangárvallaafrétt,
auk þess sem dregið var úr upprekstri á fjölmarga aðra afrétti landsins.
Unnið var að friðunaraðgerðum í Mývatnssveit og á Hólsfjöllum. Það er
vaxandi áhyggjuefni hjá okkur hve hrossum fjölgar stöðugt og sífellt fleiri
vandamál skjóta upp kollinum varðandi beit stóðhrossa og reiðhesta.
Unnið var í samvinnu við hagsmunaaðila hrossabænda að bæta skipulag
hestaferða sérstaklega um hálendi landsins.
Það hefur viljað gleymast og ekki talið fréttnæmt að mikið hefur áunnist
frá því er skipulegt landgræðslustarf hófst hér á landi fyrir rúmum 80 árum.
Þannig hefur gróður víða verið í framför á láglendi sérstaklega á Suður- og
Suðausturlandi. Þessu má ekki gleyma í umræðunni um landgræðslu, því að
þetta er hvatning og fyrirheit um að hægt sé að gera miklu betur.
í málefnum Landgræðslunnar er bjart framundan á flestum sviðum.
Landgræðsla og gróöurvernd eru a.m.k. um gróandann á hvers manns
vörum og yfirleitt virðist starfsemin hafa tiltrú fólksins í landinu.
Dökku hliðarnar á málefnum stofnunarinnar eru þær, að enn sem komið
er hefur fjárveitingarvaldið ekki veitt viðunandi fjárupphæðir til þeirra
fjölmörgu verkefna, sem bíða vinnufúsra handaogtækjaef fjármagn væri til
hráefniskaupa. Ennfremur er það okkur áhyggjuefni, að þrátt l'yrir yfirlýs-
ingar ríkisstjórnar um að Landgræðslan verði áfram hjá fagráðuneyti þá
122