Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 129
Búnaðarþing 1990
Samkvæmt kvaðningu stjórnar Búnaðarfélags íslands, dags. 19. des.
1989, kom Búnaðarþing saman til fundar í Bændahölinni í Reykjavík,
mánudaginn 5. marz 1990 kl. 10:00.
Viðstaddir þingsetningu í Súlnasal voru auk þingfulltrúa forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, að-
stoðarmaður landbúnaðarráðherra, Álfhildur Ólafsdóttir, formaður Kven-
félagasambands íslands, Stefanía María Pétursdóttir, nokkrir alþingismenn
og rnargir aðrir gestir.
Forseti þingsins, Hjörtur E. Þórarinsson, formaður Búnaðarfélags
íslands, bauð velkominn forseta íslands, forsætisráðherra, aðstoðarmann
ráðherra, aðra gesti svo og búnaðarþingsfulltrúa.
Því næst mælti forseti:
„Áður en lengra er haldið, vil ég minnast örfáum orðum látins manns,
sem stóð Búnaðarfélagi Islands og Búnaðarþingi sérstaklega nærri - Axels
V. Magnússonar, garðyrkjuráðunautar félagsins.
Axel Valgarð Magnússon fæddist á Hofsósi í Skagafirði 30. september
1922, sonur Magnúsar læknis Jóhannssonar og Rannveigar Tómasdóttur
prests á Völlum í Svarfaðardal. Kornungur missti hann föður sinn, en
fjölskyldan flutti til Reykjavíkur, þar sem Axel ólst upp.
Hann hóf nám við hinn nýstofnaða Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í
Ölfusi og lauk þaðan garðyrkjumannsprófi 1943. Hann fór til framhalds-
náms í Danmörku og lauk kandidatsprófi í garðyrkju frá Búnaðarháskólan-
um í Kaupmannahöfn 1950. Hann jók við menntun sína á garðyrkjustöðv-
um hérlendis og erlendis á næstu árum, m.a. í Garðyrkjudeild Tækniskól-
ans í Hannover í Þýzkalandi og Virum í Danmörku 1966-67.
Axel var kennari við Garðyrkjuskólann á Reykjum 1950-1966 og settur
skólastjóri þar 1957-58. Árið 1967 réðst hann sem ylræktarráðunautur hjá
Búnaðarfélagi íslands og gegndi því starfi við frábærar vinsældir og traust
garðyrkjubænda allt fram á síðasta ár. Hjá Búnaðarfélagi íslands var hann
mikilsmetinn jafnt af húsbændum sínum sem samstarfsfólki þar.
Hann var ritari Búnaðarþings samfellt frá 1972-87 og var senr slíkur
mikilsvirtur fyrir frábærlega vandaðar og jafnframt líflegar fundargerðir.
Axel V. Magnússon var, auk þess að vera ágætlega menntaður á sínu
fagsviði, víðlesinn og framúrskarandi fróður maður á sviði almennrar
þekkingar, svo að sjaldan var komið að tómum kofa hjá honum, ef leysa
127