Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 55
málssvarar sauðfjárbænda í Landnámi Ingólfs Arnarsonar boðuðu til, og
síðar í þeim mánuði var ég á fundi á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit, þar
sem gengið var frá samningi um girðingar og landgræðsluframkvæmdir í
landi Reykjahlíðar (sjá starfsskýrslu 1988). í lok október var ég á tveim af
fjórum fundum Ullarhópsins, á Flúðum í Hrunamannahreppi og á Hvann-
eyri í Borgarfirði (sjá „Ferðalög“ hér að framan). Að beiðni fulltrúa
sauðfjárbænda á Suður- og Suðvesturlandi mætti ég með þeinr á fundi hjá
Stéttarsambandi bænda um miðjan nóvember. í þeim mánuði sat ég
aðalfund Landverndar, sem átti 20 ára afmæli og hélt um leið ráðstefnu um
umhverfismál í Félagsheimili Kópavogs. Um það efni var einnig fjallað
nokkru síðar á fróðlegri ráðstefnu á Hótel Holiday Inn í Reykjavík á vegum
Félags íslenskra náttúrufræðinga, enda stofnun Umhverfisráðuneytis ofar-
lega á baugi. Þá má geta fundar um hrossabeit með fulltrúum frá hesta-
mönnum, hrossabændum og Landgræðslu ríkisins, og funda hjá Bréfaskól-
anum. Égsótti nokkra fræðslufundi hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins
á Keldnaholti og flutti þar tvisvar erindi, í fyrra skiptið um landbúnað í
Póllandi (sjá starfsskýrslu 1988) og hið síðara ásamt dr. Stefáni Aðalsteins-
sym um efni 40. ársfundar Búfjárræktarsambands Evrópu í Dublin og um
sauðfjárrækt í írlandi. Á fundinum í Dublin, sem haldinn var í lok ágúst,
flutti ég tvö erindi í Sauðfjár- og geitadeild (sjá Frey, 22. tbl., bls. 926 og 24.
tbl., bls. 1004, 1989). Fundurinn íDublin var með ágætum og vísa ég í grein
Stefáns Aðalsteinssonar um hann í Frey 23. tbl., bls 979, 1989. Auk okkar
Stefáns sátu fundinn þeir Olafur E. Stefánsson og dr. Olafur Guðmunds-
son. Þess má geta, að umsjónarmaður búnaðarþáttar írska ríkisútvarpsins í
Dublin tók viðtal við mig um sauðfjárrækt hér á landi. Honum þótti m.a.
tíðindunr sæta hve sauðfjársæðingar eru útbreiddar á Islandi og einnig að
kvóti skuli vera hér á kindakjötsframleiðslu, sem mun einsdæmi í heimin-
um. Öðru máli gegnir um írska sauðfjárrækt, sem dafnar vel í skjóli styrkja
Efnahagsbandalags Evrópu og hefur fjárfjöldinn þar tvöfaldast á undan-
förnum áratug.
Geitfjárrœkt. Ásettar geitur haustið 1988 voru samtals 288 samkvæmt
forðagæsluskýrslum, en voru nokkuð færri á skýrslum sérstakrar búfjártaln-
ingar landbúnaðarráðuneytisins í apríl 1989 vegna vanhalda yfir veturinn.
Geitaeigendur voru í flestum sýslum landsins, samtals47 með 1-34 hver. Aö
venju fengu allir geitaeigendur send skýrslueyðublöð og voru skil á
skýrslunt fyrir árið 1987-1988 allgóð. Á liðnu ári hefur Ríkissjóður íslands
ekki greitt Búnaðarfélagi íslands þá peninga, sem ráð er fyrir gert í
búfjárræktarlögum, og því hefur ekki verið unnt að greiða stofnverndar-
framlagið. Um leið og það er harmað er látin í ljós sú von að úr rætist því að
framlagið hefur tvímælalaust stuðlað að viðhaldi geitastofnsins. Eftir því
sem best er vitað er geitin eina spendýrið, sem er í útrýmingarhættu hér á
landi, og því verður það að teljast menningarmál að haldastofninum við. Af
53