Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 231
leirrörum á Korpúlfsstöðum. Þá er einnig kunnugt, að Þorsteinn Scheving
Thorsteinsson, lyfsali, lét á sama hátt ræsa land á jörð sinni Hvammi í
Ölfusi. Kristófer Grímsson, sent síðar varð framkvæmdastjóri og ráðunaut-
ur Búnaðarsambands Kjalarnesþings, mun hafa veitt tveini síðast töldu
framkvæmdum forstöðu, en hann hafði urn nokkurra ára skeið verið með
vinnuflokk í hnausræsagerð.
Ekki hefur tekizt örugglega að staðfesta ártal framkvæmdanna, en talið
er líklegt, að það hafi verið rétt fyrir eða eftir árið 1928.
Það, að þessi mál hafi verið í athugun hjá Búnaðarfélagi íslands,
staðfestir dvöl Pálnta Einarssonar árið 1926 erlendis til að kynna sér
frantræslu á stærri svæðum, undirbúning þeirra fyrirtækja og framkvæmd.
Fór hann vítt og breitt um Danmörku, Norðvestur-Þýzkaland, Svíþjóð og
Noreg og naut á þessum stöðum leiðsagnar þaulreyndra manna.
Aðstoðarmaður við mælingar hjá Búnaðarfélagi Islands
Af störfum mínum sem aðstoðarmaður Pálma Einarssonar kynntist ég
þeint kröfurn, sem gerðar eru til landmælinga og framræslu til túna- og
engjaræktar.
Beltavélar voru engar til hérlendis árið 1935, þær fyrstu komu árið 1942.
Fyrsti vélgrafni skurðurinn, sent ég aðstoðaði við mælingu fyrir, var í
Ölfusárveitunni frá Hrauni að Litla-Saurbæ. Var þetta síðasti skurðurinn,
sent flotgrafan gróf, áður en hún var rifin. Viðurinn, sem var mjög
efnismikill, var síðan notaður í brýr og stíflur á áveitusvæðinu.
í júlí 1935 var kortlagt land Kópavogs og Digraness milli Fossvogslækjar
og Kópavogslækjar.
Gunnar Arnason, sent aðstoðað hafði við mælingarnar, vann síðan að
uppdrætti landsins að hausti og vetri. Landi þessu var skipt í ræktunarlönd
og garðlönd. Um 100 ha fóru undir stofnun nýbýla í norðanverðum
Digraneshálsinum að mörkurn Reykjavíkur.
Svæðið vestan Hafnarfjarðarvegar, ef frá eru talin lönd Kópavogshælis
og Sæbóls, var að mestu skipt niður í garðlönd um 0,5-1 ha að stærð.
Vegir voru afmarkaðir á kortinu til umferðar um landið. Nú 50 árunt
síðar, þegar land þetta er að verða þéttbyggt iðnaðar- og íbúðarhúsum, er
ekki hægt annað en dást að hugboði og framsýni þeirri, sem Pálmi hefur í
upphafi haft í skipulagningu sinni um nýtingu landsins í framtíðinni.
I byrjun ágúst var ákveðin ferö norður alla Strandasýslu og norðurhluta
Vestfjarða. Unt annan farkost en hesta var ekki að ræða. Þrír hestar í eigu
Pálma voru í ferðinni, tveir til reiðar og einn undir töskur, og með
sérútbúnum festingum fyrir mælingaáhöld og útbúnað okkar. Þetta voru
þrekmiklir og viljugir hestar, vanir ferðalögum. Eg komst að því, að hestar
gera sér manna mun. Þar, sem við gistum, var hestunum sleppt óheftum
utan túns. Þcir ráfuðu lítið sent ekkert yfir nóttina, eflaust verið þreyttir, og
229