Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 62
sem rauðvindótt hross getur búið yfir erfðavísi fyrir brúnu og þá fæðst jörp
eða brún afkvæmi. Þetta mun dr. Stefán kunngera bráðiega.
Kom á 14 almenna fundi vítt unt land auk þeirra, sem sérstaklega er getið,
og sat 13 nefndarfundi, flesta í Bændahöllinni.
Mœldi og skoðaði hross á Árbakka í Landssveit 2. des.
Utanferð o.fl.
Nokkrir íslendingar búsettir í Þýskalandi sóttu unt það til B.í. og L.H. að fá
að taka þátt í sýningu kynbótahrossa á Evrópumóti eigenda íslenskra hesta,
sem halda átti í Danmörku. Ég var spurður álits á þessu og taldi það vart
viðeigandi, þar sem íslenskir hestamenn hefðu samþykkt að gera þetta
ekki. Raunin varð sú að leyfi þettafengu mennirnir ogfengu migtil að velja
hrossin, enda leyfið háð því skilyrði að íslenskur ráöunautur veldi hrossin
en ekki útlendir dómarar. í þessa ferð fór ég dagana 3.-10. ágúst. Hrossin
áttu að vera fædd á Islandi og keppa í nafni Islands. Öll kynbótalnoss, er
taka þátt í sýningum Evrópumótanna, eru nú undir þeim reglum að þau
megi aðeins keppa í kynbótadómum fyrir það land, sem þau eru fædd í.
Skemmst er frá að segja að ég vann einn að þessu vali og 4 hross er ég mælti
með, sem var hámarks leyfð þátttaka, stóðu sig mjög vel. Á Evrópumótinu í
Danmörku var ég ekki. Sænska hestamannafélagið fékk mig til að mæta á
árlega kynbótasýningu, þar sem dæmdir eru stóðhestar og hryssur. Fór
sýningin fram dagana 16.-17. sept. í Hallstavík.
Með mér í dómnefnd unnu dr. Þorvaldur Árnason og Göran Hággberg
og fannst ntér réttur andi, íslenskur, svífa yfir vötnunum hvað varðar
strangleika dómanna, ólíkt því í Þýskalandi, þar sem sum hrossin, er ég
dæmdi, höfðu áöur hlotið langtum hærri dóma hjá þýskum dómurum. Þetta
misræmi skiptir litlu máli nema þá helst þegar allir koma saman til keppni.
Næstu tvo daga ferðaðist dr. Þorvaldur með mér og sýndi mér margt
fróöiegt, m.a. heimsóttum viö landbúnaðarháskólann í Ultuna. Jafnvel þó
að okkar tölvumenn í Búnaöarfélaginu taki nú heim útreikninga eftir
BLUP aðferðinni, sem dr. Þorvaldur hefur leyst af hendi umdanfarin ár, þá
tel ég nauðsynlegt að halda viðgóðu sambandi við hann í framtíðinni. Hann
er höfundur að rnörgu í okkar kynbótafræöilegu vinnubrögðum nú til dags
og hann verður að standa eða falla með þeim. Hann er sífellt að þróa
aðferðir sínar og við fáum frá honum nauðsynlegar upplýsingar um
nýjungar og tæknimál. Því legg ég til að enn um sinn bindumst við samvinnu
í þessum málum. Það hlýtur að verða til styrktar nýjum vinnubrögðum í
hrossarækt á Islandi.
Kistinn Hugason mun skrifa nánar unt upplýsingastreymi í hrossarækt hjá
Búnaðarfélaginu og þá gagnrýni sem hún hefurfengið. Ég lilýt að harma að
ekki skuli harðar tekið á útgáfumálum Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Þeir
sem koma með hross til kynbótadóms skv. búfjárræktarlögum vita ná-
60