Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 21
Útgáfustarfsemi
Reglubundin útgáfustarfsemi var hin sama og áður. Búnaðarrit, Freyr í
samvinnu við Stéttarsamband bænda, Handbók bænda, Nautgriparæktin,
Sauðfjárræktin, Hrossaræktin og Ársskýrsla Búreikningastofu landbúnað-
arins.
Engin einstök fræðslurit voru gefin út á árinu.
Búnaðarfélag íslands og Rannsóknarstofnun landbúnaðarins gáfu út í
samvinnu bókina „Frjósemi, vöxtur og fóðrun sauðfjár", sem er rit til
minningarumdr. Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóra. Ritstjórarþess voru
Olafur R. Dýrmundsson og Sigurgeir Þorgeirsson. Ritið er að mestu á
ensku og að stofni til byggt á erindum, sem flutt voru á fræðafundi, sem
haldinn var til minningar um Halldór í ágúst 1987, en auk þess eru rakin
helstu æviatriði Halldórs og birt er ítarleg ritskrá yfir að, sem birst hefur í
blöðum, tímaritum og bókum frá hcndi Halldórs.
Formannafundir búnaðarsambandanna
Hinn árlegi fundurformanna búnaðarsambandanna var haldinn í Bænda-
höllinni 31. janúar. Aðalumræðuefni fundarins var skipan leiðbeininga-
þjónustu ílandbúnaði. Formaður stjórnskipaðrar nefndar, sem fjallað hafði
um málið í meira en ár, Jón Hólm Stefánsson, hafði framsögu um málið og
kynnti umfangsmiklar niðurstöður nefndarinnar. Búnaðarmálastjóri undir-
bjó fundinn í samráði við formenn Bsb. Norður- og Suður-Þingeyinga.
Formenn búnaðarsambandanna komu auk þessa tvisvar saman til fund-
ar. Hinn 31. okt. til aö ræða bókhaldsmál svo sem að framan er getið. Þar
voru og mjög til umræöu fjárhagsmál búnaðarsambanda og fjárveitingar
samkvæmt jarðræktar- og búfjárræktarlögum. Á þeim fundi var ákveðið að
óska eftir fundi formanna með stjórn Stéttarsambands bænda. Sá fundur
var haldinn 23. nóvember. Þar var einkum rætt um samskiptamál Stéttar-
sambandsins og búnaðarsambandanna, um tekjustofnamál búnaðarsam-
banda og um breytingar á samþykktum Stéttarsambands bænda.
Ferðalög, fundir o.fl.
Ferðalög voru fremur lítil á árinu. Formaður og búnaðarmálastjóri mættu á
aðalfundi Stéttarsambands bænda á Hvanneyri dagana 31. ágúst - 2.
september. Búnaðarmálastjóri sat aðalfund Skógræktarfélags íslands á
Isafirði seint í ágúst. Þcir mættu báðir á hundrað ára afmælishátíð Hvann-
eyrarskóla 24. júní, á fimmtíu ára afmælishátíð ogsýningu Garðyrkjuskóla
ríkisins á Reykjum 19. ágúst og sömuleiðis á afmælishátíð Búnaðarfélags
Hraungerðishreppsó. okt. Búnaðarmálastjóri mætti á hundrað áraafmælis-
19