Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 199
örstuttu máli gerö grein fyrir þessum athugasemdum og einnig skýrt frá
einstökum atriðum, sem nefndarmenn töldu að kæmi til grcina að hafa með
öðrum hætti en varð í endanlegri mynd draganna.
1. Nefndarmenn töldu æskilegt, að landbúnaðarráðuneytið þyrfti að leita
umsagnar nokkurra aðila áður en starfsleyfi til afurðastöðva væru veitt
og kæmu þar til álita m.a. Landssamband kartöflubænda, Samband
garðyrkjubænda, Framleiðsluráð, Verzlunarráð og Neytendasamtökin.
Ýmsir lögðust gegn þessum hugmyndum, og var því fallið frá því að hafa
þetta inni. Óvíst var, hvort Verzlunarráð eða Neytendasamtökin myndu
nokkuð vilja taka þátt í umsögn um þessa hluti.
2. Mjög ólík sjónarmið voru um það, hversu auðvelt ætti að vera að fá
starfsleyfi til að reka afurðastöð. Sumir töldu, að einungis félög fram-
leiðenda ættu að hafa leyfi tii þessarar starfsemi, en aðrir, að hún ætti að
vera öllum opin, engar hömlur.
3. Margir mótmæltu ákvæði um afsetningarreglur, og komu þau mótmæli
frá framleiðendum, söluaðilum og Neytendasamtökunum. Farna töld-
um við í ýmsum tilfellum um misskilning að ræða. Einungis er verið að
tala um 1. flokks vöru í þessu sambandi og nauðsyn þess, að framleið-
endur fái að selja hlutfallslega svipað eftir því sem á árið líður. Ef
afurðastöðvar mættu selja alla framleiðslu ákveðinna framleiðenda
strax að hausti og láta aðra bíða, myndi það stórauka líkur á framhjá-
sölu.
4. Nokkur óánægja var með það ákvæði, að afurðastöðvum væri skylt að
mynda með sér samtök. Þetta teljum viö nauðsynlegt, m.a. vegna þess,
að afurðastöðvarnar í heild eiga að ábyrgjast, að alltaf sé nóg framboð á
þessum vörum. Þá töldum við þetta ákvæði nauðsynlegt vegna tilnefn-
ingar í fimmmannanefnd. I umræðum um þessi mál kom fram sú
hugmynd, hvort leyfilegt væri að láta afurðastöðvar greiða gjald fyrir
starfsleyfi. Myndi það gjald þá renna í sameiginlegan sjóð og gæti m.a.
staðið straum af kostnaði við auglýsinga- og kynningarstarfsemi.
5. Mjög hörð gagnrýni kom frá sumum um einkarétt afurðastöðva á
innflutningi kartaflna. Rök okkar eru m.a. þau, að eðlilegt sé, þar sem
afurðastöðvarnar skuldbinda sig til þess að hafa alltaf nægjanlegt
framboð á 1. flokks kartöflum, að þærhafi einkarétt á innflutningi. Þetta
hlýtur einnig að þýða betri nýtingu á aðstöðu, tækjum og húsnæði, svo
og vinnuafli, sem ætti að skila sér í lægri heildsölukostnaði. Hvað
grænmetið snertir, voru uppi hugmyndir um einkarétt uppboðsmarkaða
á innflutningi á grænmeti á hinu svokallaða skörunartímabili. Þessar
hugmyndir mættu andstöðu ýmissa aðila, og var fallið frá þeim. Ýmsir
töldu, að æskilegast væri að leggja jöfnunargjald á innflutt grænmeti á
þessu skörunartímabili og tryggja þannig, að verö erlendrar og innlendr-
ar vöru væri sambærilegt samkvæmt ákvörðun innflutningsnefndar.
197