Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 211
engin áhrif. Ef gripurinn hefur orðið fyrir smiti, eru viðbrögð sjúklingsins
nokkur vanlíðan og hækkaður líkamshiti. Hvorttveggja líður þófráeftir2-3
sólarhringa. Ef smáum skömmtum af tuberculini er dælt inn í húð grips, sem
smitast hefur af berklasýklum, kemur fram þykknun og bólga í húðinni. Sé
gripurinn ekki smitaður af berklasýklum kemur engin bólga fram við
inndælingu með tuberculini í húðina.
Nú má heita að dæling á tuberculini inn í húð (húðpróf) sé eingöngu
notað til að greina berklasmit í húsdýrum. Hinsvegar er gerð og styrkleiki
tuberculins sem notað er nokkuð misjafn.
Venjulega er 0,1 ml af tuberculini dælt inn í húðina og síðan athugað eftir
48-72 klst. hvort húðin hafi bólgnað í stungustað, húðþykkt mæld nákvæm-
lega og borið saman viö húðþykkt fyrir inndælingu.
i
Herklavciki í nautgripum.
Eina elstu heimild um búfjársjúkdóma hér á landi er að finna í ritgerð
Magnúsar Stephensen árið 1808. Ekki er þar minnst á berklaveiki í
nautgripum. Magnús flutti inn nautgripi frá Danmörku árið 1816 og 1819
frá Freðriksborg og Slésvík og Bjarni Thorarensen flutti ungt naut og kvígu
frá Slésvík til Eyjafjarðar árið 1838. Vitað er að fáeinir kaupmenn fluttu til
landsins kálf og kálf á 19. öldinni en hcimildir cru litlar tiltækar um þennan
innflutning. Urn þctta leyti er töluvert farið að bera á berklaveiki í
nautgripum í Danmörku og þó enn meir í Slésvík og því er vel hugsanlegt að
nautaberklar hefðu getað borist með þessum innflutningi nautgripa. Þær
slitróttu upplýsingarsem fyrir hendi eru um afdrif þessara gripa og afkvæma
þeirra benda þó ekki til þess að í þeim hafi komið fram sjúkdómur er vekti
grun um nautaberkla. Snorri Jónsson, dýralæknir, telur í ritgerð sinni um
búfjársjúkdóma frá 1879 að berklaveiki í nautgripum sé óþekkt. Innflutn-
ingur til landsins á nautgripum, hrossum og sauðfé var bannaður mcð
lögum nr. 7, 17. mars 1882, nema með sérstakri undanþágu stjórnvalda.
Ariö 1905 var lögum þessum breytt þannig að þau tóku líka til svína og
geita. Síðan hefur veriö í gildi innflutningsbann á öllum dýrum að kalla,
nema sérstök undanþága ráðuneytis komi til. Nær engar líkur eru á því að
berklaveikir gripir hafi verið fluttir til landsins síðan.
Þótt nautgripaberklar hafi verið vel þekktir í mörgum löndum V.-Evrópu
á 19. öld, og sjúkdómurinn í nautgripum algengur, þá er það ekki fyrr en
upp úr 1880 að berklasýkillinn fannst og mönnum fer að verða ljóst eðli
sjúkdómsins og gangur hans. Nokkru síðar kom tuberculinið fram og gerði
alla leit að gripum sýktum af berklum mun auðveldari og skapaði þann
grundvöll sem útrýming nautaberkla á Vesturlöndum var byggð á.
Magnús Einarsson dýralæknir hóf störf hér á landi árið 1896 en frá árinu
1905 hafði hann með höndum alla heilbrigðisskoðun á nautgripum sem
koniu til slátrunar í Reykjavík.
14
209