Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 68
Fundurinn, sem haldinn var í Varmahlíð 15. október má segja að hafi
markað upphaf tólf daga nær samfelldrar funda- og hrossaskoðunarferðar.
Folöld og trippi voru fyrst skoðuð á Norðurlandi vegna Stóðhestastöðvar,
ógeltir tamningafolar vegna tamningastöðvarinnar á Hólum og unghross
mæld á Syðra-Skörðugili og Hólum. Folöld og trippi voru síðan skoðuð á
Suðurlandi vegna Stóðhestastöðvarinnar. Við Þorkell Bjarnason ferðuð-
umst ásamt fleirum um Norðurland 16. til 20. október og Suðurland 24. til
26. október.
Þann 20. október sat ég fund kynbótanefndar Hólabúsins. Þar var litið
yfir farinn veg og skyggnst fram á veginn. Nú er ný reglugerð um starf búsins
komin út (nr. 336 frá 1989) og mun hún væntanlega móta starf búsins nú á
nýju ári.
Aðalfundur Hrossaræktarsambands íslands var haldinn á Hólum 21.
október. Ég tel að hér hafi verið um merkan fund að ræða og ólíkan fyrri
fundum þessara samtaka, sem ég hef setið, þó að þeir hafi verið jákvæðir
fyrir starfið og góðir á sinn hátt. A fundinum voru umræður um stöðu og
stefnu hrossaræktarsambandanna og kynbótadóma hrossa aðalmálin.
Helstu niðurstöður fundarins verða birtar í Hrossaræktinni 1989.
Fundur í sýninganefnd B.í. og L.H. var haldinn í Bændahöllinni 26.
október. Þar voru samþykktar nýjar reglur um afkvæmasýningar hryssa og
stóðhesta, ákveðin inntökuskilyrði á landsmótið 1990 og reglur um hópsýn-
ingar ræktunarbúa á landsmótinu. Á fundinum voru kynnt drög að
starfsreglum fyrir dómendur og sýnendur kynbótahrossa, þ.m.t. skilgrein-
ing dómstigans („stigunarkvarði"). Greinargerð um fund sýninganefndar
verður birt í Hrossaræktinni 1989.
Fertugasta ársþing Landssambands hestamannafélaga var haldið á Hótel
Örk í Hveragerði 27. til 28. október í boði hestamannafélagsins Ljúfs, sem
stóð hið besta að þinginu. Hrossaræktin var á dagskrá þingsins 27. október
undir dagskrárliðnum: Staða hrossarœktar. Hvert stefnir? Frummælendur
voru Þorkell Bjarnason, undirritaður og Ágúst Sigurðsson, búfræðikandi-
dat. Erindi okkar Þorkels voru að stofni til þau sömu og við fluttum á
Ráðunautafundi fyrr á árinu, en þó löguð að nýjum hlustendahópi.
Erindunum var dreift fjölrituðum með þinggögnum.
Bókaútgáfa áhugamanna um hrossarækt varóvenjumikil áárinu. Athygli
vekur að allir þessir höfundar (þrír) umnúmera þau hross sem þeir fjalla
um, sem eru skráð með fæðingarnúmeri. Kerfi það, sem þessir þremenning-
ar nota, er gömlu ættbókarnúmerin, sem Búnaðarfélagið notaði síðast
1986. Þetta framtak þremenninganna er til þess eins fallið að valda ruglingi.
Hestafólk og hrossaræktendur hafa gefið þessu brölti sinn dóm og minni ég
þar á samþykkt 40. ársþings L.H. (erindi nr. 2 frá kynbótanefnd) og
aðalfundarsamþykkt Félags hrossabænda um númeramálið. í báðum tilvik-
um er lögð áhersla á að það númerakerfi, sem Búnaðarfélag íslands telur
66