Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 120
d) Bréfasafn B.í. frá 1900
e) Búnaðarþingsskjðl frá 1901
f) Bréfogskjöl Húss-ogbústjórnarfélagsSuðuramtsins frá 1837-1899
g) Gerða- og sjóðbækur:
Húss-ogbústjórnarfélagsSuðuramtsins frá 1837-1899
Búnaðarfélags íslands frá 1900
Búnaðarþings frá 1901
Ofurlítið hefur varðveist af gögnum frá jarðabótastarfi Húss-og bústjórn-
arfélagsins. Elstu skjöl safnsins eru frá árinu 1837.
Samkvæmt lögum hefur Þjóðskjalasafn íslands það hlutverk að safna og
varðveita skjöl og aðrar heimildir þjóðarsögunnar til notkunar fyrir
stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga. Þegar talað er um skjöl og skráðar
heimildir er átt við hvers konargögn, jafnt rituðsem íöðru formi, erhafa að
geyma upplýsingar og orðið hafa til við starfsemi á vegum stofnunar eða
einstaklings, hvort sem um er að ræða skrifleg gögn, uppdrætti. Ijósmyndir,
filmur, örglærur, hljóðupptökur, gataspjöld, segulbönd eða önnur hliðstæð
gögn.
Búnaðarfélag íslands telst til þeirra stofnana, sem afhenda skulu Þjóð-
skjalasafni skjöl sín til varðveislu, þar sem það fær meii i hluta rekstrarfjár
síns með framlagi á fjárlögum.
Skilaskyld skjöl skal afhenda Þjóðskjalasafni að jafnaði eigi síðar en
þegar þau hafa náð þrjátíu ára aldri. Afhendingarskyldum aðilum er
óheimilt að ónýta nokkurt skjal í skjalasöfnum sínum nema heimild
Þjóðskjalasafns komi til eöa samkvæmt sérstökum reglum, sem settar verða
um ónýtingu skjala.
Sendir hafa veriö um 210 kassar með skjölum á Þjóðskjalasafnið. Skjölin
eru skráð jafnóðum og þau fara.
Við erum á góðri leið með á fá fulla yfirsýn yfir þaö hvað leynist i
skjalasafninu. Enn er bóka- og skjalageymsla Búnaðartelagsins í kjallara
gömlu Osta- og smjörsölunnar ótæmd. Þangað hefur að vísu tvisvar sinnum
verið farið með flokk manna, og í bæði skiptin var komið með fullt bílfermi
af bókum og skjölum, en það sá varla högg á vatni. Stefnt er á að fara
þangað aftur í ár og tæma þá geymsluna. Eftir það má segja að öll skjöl hafi
verið plægð.
Það tilheyrireinnigbókasafninu aðsjá um geymslulager Freysogað hluta
aðra útgáfu Búnaðarfélagsins.
Dagana 14.-15. okt. sótti ég námskeið á vegum Félags ísl. safnmanna,
sem haldið var að Skógum. Fór ég þangað seni fulltrúi frá Muna- og
búningasafni Halldóru Bjarnadóttur. Þetta var námskeiö fyrir starfsfólk
hinna ýntsu byggða- og munasafna svo og aðra áhugantenn um söfn. Kennd
var skráning og varðveisla gamalla muna. Ætlunin meö minni ferð þangað
118