Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 67
Ánægjulegt er hve útflutningur reiöhrossa hefur gengið vel á árinu. Þó
þurfum við að gera enn betur á því sviði svo að hrossaræktin eflist og festist í
sessi, landbúnaðinum og atvinnulífinu öllu til hagsbóta. íslenski hesturinn
er ennþá vannýtt auðlind.
Búnaðarfélag íslands þarf að gegna veigamiklu hlutverki svo útflutning-
urinn gangi vel. Búnaðarfélagið á hvorki að vera nein haftastofnun úr
fortíðinni né sölufélag heldur virt opinber stofnun, sem gegnir tveimur
þáttum hvað helst er beinlínis varða þennan málaflokk. Það þarf að hafa
með höndum eðlilegt eftirlit með útflutningi kynbótahrossa, sæðis og
fósturvísa í anda þeirra aðalfundarsamþykkta, sem félaginu hafa borist frá
Hrossaræktarsambandi íslands, Félagi hrossabænda og Hrossaræktarsam-
bandi Skagfirðinga svo að dæmi séu nefnd. Búnaðarfélaginu ber einnig að
hafa með höndum útgáfu upprunavottorða útfluttra hrossa. Félagið er
ábyrgt fyrir skýrsluhaldi í hrossarækt og útgáfu upprunavottorðanna ber að
samræma öðru skýrsluhaldi í búgreininni. Vitaskuld er sem best samstarf
við Félag hrossabænda um þessi mál ómissandi og sjálfsagt. Á árinu fékk ég
allmargar fyrirspurnir að utan um réttar ættfærslur útfluttra hrossa.
Á árinu hef ég átt gott samstarf viö Félag hrossabænda, en megin
verkefnið nú var endurskoðun reglugerðar nr. 224 frá 1987: Reglugerð um
mörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár. Einkanlega
unnum við að endurskoðun frostmerkingakafla reglugerðarinnar, sem tók
veigamiklum breytingum. Ný reglugerð nr. 579 frá 1989 hefur nú tekið gildi
í stað þeirrar nr. 224 frá 1987. í sambandi við þetta verk átti ég eina átta
vinnufundi með ýmsum aðilum.
Samhliða því að reglur um frostmerkingar mótuðust tók fæðingarnúm-
erakerfi Búnaðarfélagsins nokkrum breytingum til hagræðingar, þess mun
sjá stað í Hrossaræktinni 1989.
í sumar barst erindi frá framkvæmdanefnd landsmóts hestamanna 1990
um upplýsingar um inntökuskilyrði kynbótahrossa á mótið, áætlun um
fjölda hrossa í kynbótasýningum þess og ósk um uppástungu um dagskrá
kynbótaþáttarins. Þetta erindi íhuguðum við Þorkell Bjarnason sameigin-
lega og svöruðum bréflega 22. ágúst og sátum svo fund með allri undirbún-
ingsnefnd mótsins þann 15. október í Varmahlíö. Hugmyndir okkar um
tímasetningu kynbótasýninga og dóma fengu góðar undirtektir og fundur-
inn reyndist hinn gagnlegasti í framhaldinu. Fram skal tekið til að forðast
misskilning að undirbúningsnefndin ákvað sjálf dagsetningu mótsins.
Nú í haust tóku hrossaræktarsamböndin í Hólastifti hinu forna og
Hólaskóli, að fengnu leyfi ráðuneytis, upp formlegt samstarf um rekstur
tamningastöðvar fyrir stóðhesta á Hólum. Unniö hafði verið að undirbún-
ingi þessa um skeið, sjá síöustu starfsskýrslur. Þann 4. október mætti ég á
fund fulltrúa sambandanna og skólans og lagði á ráöin með þeim hvernig
skyldi staðið að vali fola á tamningastöðina.
s
65