Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 164
þar, sem þaö kann að henta, geti sveitarstjórnir beitt lagaheimildum til að
takmarka lausagöngu búfjár á víðtækari og raunhæfari hátt en nú tíðkast.
Einnig þarf að koma til meira samstarf á milli bænda og sveitarfélaga annars
vegar og Vegagerðar ríkisins og sýslumannsembætta hins vegar í þeim
tilgangi að halda búfé frá vegunum. Samráð allra aðila við val nýrra
vegstæða er vænleg leið til að draga úr þeim vanda. Hafa ber íhuga, að þrátt
fyrir tryggar vegagirðingar og góð hlið getur búfé komist inn á vegsvæði af
slysni, t.d. vegna bilunar á hliði eða girðingu, vegna þess að hlið er skilið
eftir opið eða að yfir girðingar fennir. Því þurfa ökumenn ætíð að sýna
fyllstu aðgæziu á ferðum sínum um landið.
Mál nr. 4
Erindi Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga um endurskoðun laga um
sauðfjárbaðanir.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var nteð 25 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing telur sjáifsagt, að komið sé til móts við óskir mjög ntargra
fjárbænda um endurskoðun laga um sauðfjárbaðanir. Verði við þá endur-
skoðun metið, hvort vænlegra sé til árangurs um útrýmingu óþrifa á fénaði
að fara þá leið, sem nú er í lögum, eða þá, að hvergi sé baðað nema
héraðsdýralæknir hafi staðfest óþrif í fé á viökomandi svæði, svo sem
Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga telur skynsamlegt.
Búnaðarþing beinir því til búnaðarsambanda að gangast fyrir því, hvert á
sínu svæði, að sótt verði um undanþágu frá skylduböðun í tæka tíð, séu
forsendur til þess fyrir hendi.
Meðan núverandi skipun mála helzt, sjái búnaðarsamböndin um, að
tilskilin vottorð komi fram.
GREINARGERÐ:
Það hefur verið vitað um undanfarin ár og áratugi, að í ýmsum fjárskipta-
hólfum er sauðfé laust við lús og kláða. Bændur á þessum svæðum hafa
unað því illa að þurfa að baða og jafnvel að þurfa að færa sönnun á, að
svæðið væri hreint, en það er skilyröi fyrir undanþágu. Allvíða hefur þó
undanþága fengizt frá böðun við síðustu bööunarumferðir, og fyrirhöfn og
kostnaði verið létt af. Yfirdýralæknir hefur þessi mál nú til athugunar.
Búnaðarþing telur, að vandlega beri að skoða, hvort betur þjóni tilgangi
laganna, að sönnunarbyrði í málinu liggi á bændum, eins og nú er, eða
heilbrigðisyfirvöldum, eins og verða mundi með þeirri tilhögun, sem nefnd
er í erindi Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga.
162