Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 31
Frá því í febrúar hef ég haft umsjón með vikulegum búnaðarþætti í
ríkisútvarpi og hefur Matthías Eggertsson aðstoðað við val á efni. Þættir
þessir hafa verið í hefðbundnu formi og gengur vel að afla efnis.
Hlunnindi.
A fyrri hluta ársins (1989) þróuöust mál áþann veg, að auk jarðræktar (að
hluta) sinnir undirritaður nú einnig ásamt æðarræktinni öðrum greinum
hlunninda, þó ekki lax- og silungsveiði.
Æðarrœkt. Sala æðardúns gekk mjög vel á árinu, og hefur eftirspurn
erlendis verið meiri en hægt er að anna. Dúntekjan eykst og nam útfluttur
æðardúnn á árinu 1988 um 3000 kg sem er það mesta síðustu áratugi. Það
sem liggur fyrir um útflutning á árinu 1989 bendir til þess, að um svipað
magn verði að ræða og árið á undan. Horfur í greininni eru því almennt
mjög góðar, þó að ljóst sé að víða mætti gera enn betur ef betri árangur
næðist í baráttunni við varginn. Áhugi er víða vaxandi enda hefur hátt verð
á æöardún haft hvetjandi áhrif á tímum samdráttar í hefðbundnum búgrein-
um.
Aö venju heimsótti ég allmargaæðarbændur á vormánuðum eða52 alls. í
Borgarfirði kom ég á 12 bæi og eru horfur þar víða allgóðar. I A.- og V,-
Barðastrandarsýslu kom ég á 27 bæi. Varp er þarna víðast hvar aö aukast
jafnt og þétt (með örfáum undantekningum) enda hefur vargeyðing
einstakraæðarbændaogsameiginlegaraðgerðirskilaðgóðum árangri. í V,-
Húnavatnssýslu var stofnuð æðarræktardeild í árslok 1988. Að beiðni
heimamanna fór ég á flesta varpbæi á svæðinu eða 13 bæi alls. Ástand er
þarna misjafnt og vargamál ekki í nægjanlega góðu lagi. Varpi liefur víða
hrakað, þó til séu dæmi um aukningu og jafnvel nýverpi. Þarna hafa
flugvélar í veiðieftirliti sums staðar gert usla í æðarvörpum.
Á árinu var samið við Hafrannsóknastofnun um áframhaldandi rann-
sóknir á dauða æöarfugls í grásleppunetum. Vegna ýmissa óhappa verður
þó ekki lokið við þetta verkefni fyrr en sumarið 1990. Æðarræktarfélag
Islands leggur til talsvert fjármagn í þessar rannsóknir.
Á árinu lauk gerð myndbands um æðarvarp og dúntekju, sem ætlað er til
að kynna æðardún erlendis. Ég samdi (ásamt Sigurlaugu Bjarnadóttur)
texta við myndina, gerði vinnuhandrit í upphafi, útvegaði aðstöðu til
myndatöku, aðstoðaði við val á myndefni o.fl. Æðarræktarfélag íslands sá
um að fjármagna verk þetta.
Uppeldi æðarunga virðist vera orðinn fastur liður hjá allmörgum aðilum á
hverju vori, en talsvert er leitað eftir upplýsingum um þessi mál árlega.
Það veldur miklum áhyggjum hversu mikil brögð eru að því að dýr sleppi
úr loödýrabúum, án þess að nokkuð fáist að gert. Ný reglugerð um
loðdýrarækt var í smíðum á árinu og fengum við Páll Hersteinsson,
veiöistjóri, að koma þar inn ábendingum til bóta. Reglugerðardrög þessi
hafa síðan legið óhreyfð í landbúnaðarráöuneytinu.
29