Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 214
ini undir húð, hækkun líkamshita mældist frá 1,4°C upp í 2,0°C. Líkamshiti
á kúnni frá Fremri-Hvestu hækkaði ekki eftir tuberculininndælingu.
Ein þeirra þriggja sem jákvætt svöruðu var mögur. Var hún drepin „koni
þá fram að öll lungun voru alsett títuprjónshausstórum að 25 eyrings stórum
gulum meir eöa minna ostuðum þrimlum. Brochialkirtlar sumir allt að
hnefastórir með stærri og minni ostuðum stykkjum, smá kalkanir í sumum
þeirra. Aðrir lymphukirtlar t.d. mesenterial og júgurkirtlarnir allmikið
þrútnir og minni partar af þeim virtust byrjaðir að osta“. „Hér virðist
tvímælalaust um berkla að ræða“ segir Hannes að lokum í skýrslu sinni.
Sýni voru send Stefáni Jónssyni, er þá starfaði sem dósent við læknadeild
Háskóla íslands. Fundust í þessum sýnum ótvíræðar berklabakteríur, svo
að ekki var talinn leika neinn vafi á því að um berklaveiki væri að ræða í
þessum kúm. Ekki verður nú séð hvort greining til tegunda hafi verið gerð. í
skýrslu til ráðuneytisins 19. nóvember 1922 telur Magnús Einarsson
auðsætt að fyrsta kýrin á Hvestubæjunum „hver sem hún hefur verið hafi
sýkst af manni, sem komið hefur með nautaberkla í sér frá útlöndum, því
um sýkingu frá útlendum nautgripum getur ekki verið að ræða, þar sem þeir
hafa ekki verið innfluttir í manna minnum“. Síðar voru þeir gripir á
Hvestubæjunum sem svöruðu jákvætt, felldir og fjós sótthreinsuð. Vegna
þessara veiku gripa var gert berklapróf á öllum nautgripum í Arnarfirði, en
ekki fundust fleiri gripir jákvæðir. Þess ntá geta að berklar komu fram í
heimiiisfólki á Neðri-Hvestu sem og í tveim stúlkum sem þar höfðu dvalið.
Voru uppi raddir um að þessi bráða smitun í fólki kynni að stafa frá hinum
berklaveiku kúm á bænum, en ekki ntun það hafa verið kannað nánar.
Dýralæknar gerðu berklapróf á kúm víðsvegar um land á þessum árum.
Hannes Jónsson prófaöi nær 90 kýr í Dalasýslu árið 1921. Allar reyndust
þær neikvæðar. Jón Pálsson prófaði 222 gripi í Múlasýslum árið 1920. Af
þeim svöruðu tvær jákvætt, og munu þær báðar hafa verið á bæjum þar sem
berklaveiki í heimilisfólki hafði oröið vart. Sigurður Hlíðar prófaði eða lét
prófa á annað hundrað nautgripi norðanlands (Eyjafirði, Siglufirði og
víðar) árið 1920. Af þeim var talið að 18% hefðu svarað jákvætt, þótt
Sigurður teldi síðaraðsunt afþessum svörum hefðu verið nokkuð vafasöm.
Þeir gripir sem jákvætt svöruðu voru felldir, þar sem tilgangurinn var að
uppræta sjúkdóminn. Við líffæraskoöun fundust mjög óverulegar berkla-
skemmdir, smáhnútar í einstöku eitli, oftast bundnir meltingarvegi. Síðar
(1922) fann Sigurður að 4-8% af nautgripum svöruðu jákvætt við berkla-
próf, og við kjötskoðun taldi hann sig hafa fundið berkla í um 4% gripanna.
Ekki er fjöldi gripa sem athuganir þessar byggjast á tilgreindur. Enginn
þessara gripa bar klínísk einkenni um berklaveiki. Sigurður taldi ekki
ósennilegt að gripir þessir hefðu orðiö fyrir smiti frá fólki, en berklaveiki
var algeng meðal fólks í þessunt sveitum um þetta leyti.
Berklapróf þau sem hér hefur veriö minnst á voru framkvæmd á þann
212