Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 131
Vandaðar, nýlegar skoðanakannanir sýna mjög afdráttarlaust, að mikill
meirihluti þjóðarinnar hefur það alveg á hreinu, að hér þarf að stunda
landbúnað í líkum mæli og nú gerist, jafnvei þó að það kosti, að þjóðin þarf
að neita sér um að taka við erlendum búfjárafurðum, sem stundum eru í
boði fyrir lítinn pening.
Það kemur í ljós, að langflestir gera sér fulla grein fyrir gildi landbúnaðar
við að leggja á borð þjóðarinnar næg ogósvikin matvæli á hverju sem gengur
um árferði og aðdrætti. Langflestir skilja það órofa samband, sem er á milli
landbúnaðar og lifandi byggðar í landinu. Langflestir skilja, að sveitir með
engri byggð eða hrörnandi byggð eru ekki það, sem menn vilja sjá, þegar
þeir ferðast um land sitt til fróðleiks og skemmtunar og enn síður það, sem
þeir vilja sýna útlendum gestum, komnum til að skoða land okkar og þjóð.
Það ber allt að sama brunni: ísland án landbúnaðar er ekki það land, sem
þjóðin vill búa í, jafnvel þótt hún gæti.
Jafnsatt er það, að íslenzka þjóðin vill sjá landið grænna og grónara en
það nú er. Það er sízt ástæða til að gera lítið úr þeirri bylgju áhuga fyrir
aukningu gróðurs og endurheimt landgæða á örfoka landi, sem nú gengur
yfir þjóðina. Óskandi er, að sá áhugi endist sem lengst og skili árangri í bráð
og lengd. Bændasamtökin hafa margsinnis lýst vilja sínum til að ganga hönd
í hönd með öllum þeim aðilum opinberum og á vegum frjálsra samtaka, sem
vinna að því að efla gróður landsins, lággróður jafnt sem trjágróður. Aðeins
verður áhugafólkið að gera sér grein fyrir því, að bændur geta ekki sleppt
taumhaldinu á þessum þýðingarmiklu málum algjörlega í hendurnar á
samtökum, sem hafa engra beinna hagsmuna aö gæta í landnýtingu eins og
bændur, sem eiga afkomu sína undir skynsamlegri nýtingu lands lil
hefðbundins íslenzks búskapar. Ég geri þetta mál að umtalsefni hér vegna
þess, hve mjög það er ofarlega á dagskrá í hinni almennu umræðu og snerlir
svo mjög öll sambúðarmál bænda við þéttbýlisbúa, sem nú eru svo
yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar.
Gróðurverndarmálin ersá þáttur umhverfismála, sem hæst kalla á athygli
og aðgerðir hér á landi og munu verða í sviðsljósinu á komandi árum, m.a.
með tilkomu sérstaks ráðuneytis umhverfismála.
í þessu sambandi vil ég aðeins drepa á skógræktarmálin. Ég var fyrir
stuttu síðan á fundi norður í Eyjafirði, þar sem fjallað var um skógræktará-
ætlun, sem gerð hefur verið fyrireinn hrepp þar á svæði, sem talið er, að búi
yfir skógræktarskilyrðum, eins og þau gerast bezt hér á landi. Það kom í
Ijós, að í þessum hreppi er á flestum jörðum ákjósanlegt land til skógræktar,
sem bændurnir telja sig vel geta tekið undan búfjárbeit og lagt til skógræktar
án þess, að það bitni á þeim búskap með kýr og sauðfé og kartöflur, sem
þessi sveitabyggð lifir af. Þetta voru samtals hátt í 2000 ha í nokkrunr stærri
og smærri skákum.
Þetta var að vísu einungis áætlun, en hún bar nreð sér það svipmót
9
129