Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 186
ræktenda eftir rotmassa til svepparæktar af fullnægjandi gæðunt og á
frambærilegu verði. Um innflutning á rotmassa til svepparæktar gildi
tímabundið sömu reglur og um innflutning á ferskum sveppum, enda sé
tryggt, að reglum landbúnaðarráðuneytisins frá 28. febrúar 1990, um
,,varúðarráðstafanir vegna innflutnings á rotmassa til svepparœktar", sé
fylgt í hvívetna.
GREINARGERÐ:
A síðari árum hefur neyzla ferskra ætisveppa aukizt allntikið hér á landi,
og jafnhliða hefur innlend framleiðsla vaxið. Framleiðsla ætisveppa skiptist
í tvö aðgreind ferli. Annars vegar er framleiðsla á vaxtarbeði, rotmassa, þar
sem aðalhráefni er kornhálmur. Hins vegar er ræktun sveppanna. Hvort
ferlið um sig er flókið og vandasamt og krefst mikillar kunnáttu, ef
viðunandi árangur á að nást.
Framleiðsla á rotmassa úr innlendum hráefnum hefur gengið misjafnlega
og verið áfallasöm hjá flestum, sem reynt hafa. Aðalástæðan mun vera sú,
að ekki er næg þekking fyrir hendi um það, hvernig að framleiðslu úr
íslenzkum bygghálmi skuli staðið, en erlendis er einkum notaður hveiti-
hálmur til framleiðslu á rotmassa.
A árinu 1988 hófu sveppaframleiðendur innflutning á rotmassa frá
Bretlandi, eftir að gengiö hafði verið úr skugga um, að ekki væri hætta á, að
plöntu- eða búfjársjúkdómasmit fylgdi með. Strax kom í Ijós, að mun meiri
hagkvæmni náðist í ræktuninni, er innfluttur massi var notaður, og unnt
reyndist að lækka verð til neytenda umtalsvert og stækka markaðinn.
Einnig jukust gæði og öryggi framleiðslunnar.
An efa væri hægt að þróa hér á landi aðferðir til framleiðslu á rotmassa til
svepparæktar úr innlendum hráefnum og af fullnægjandi gæðum, og væri
eðlilegt, að landbúnaðarráöuneytiö (iðnaðarráðuneytið?) hefði forystu um
undirbúningsrannsóknir og stofnun verksmiðju til framleiðslunnar í sam-
vinnu við sveppa- og kornbændur.
Það hlýtur að vera eðlilegt markmið að nota innlend hráefni til þessarar
ræktunar fremur en innflutt, á sama hátt og eðlilegt er, að ræktunin fari
fram hérlendis fremur en sveppirnir séu fluttir inn. Einnig hlýtur að vera
eðlilegt, að meðan ekki er framboð af rotmassa innanlands af fullnægjandi
gæðum og á eðlilegu verði, verði innflutningur heimilaður, enda sé tryggt,
að ekki flytjist með honum plöntu- eða búfjársjúkdómar.
Mál nr. 24
Erindi búnaðarþingsfulltrúa af Suðurlandi vegna ullarmats og ullarmót-
töku.
Afgreitt með máli nr. 32.
184