Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 60
haföi verið borið undir mig áður. Ég tel samkeppni við Stóðhestastöð
ríkisins af opinberum aðilum ekki við hæfi, en hér er aðeins um hluta
skyldra starfa að ræða, þ.e. aðeins tamningar. Stóðhestastöð kemst auðvit-
að ekki yfir allar stóðhestatamningar landsins. Því tel ég gott að einmitt
Hólabú geti rétt þessu starfi hjálparhönd, góð tamning og rétt meðferð á
sem flestum ungum stóðhestum landsins er höfuðnauðsyn fyrir hrossarækt-
ina. Tamningamaðurinn Egill Þórarinsson frá Minni-Reykjum í Fljótum
hefur verið ráðinn til starfsins.
B.í. fékk beiðni frá Evrópusambandi eigenda íslenskra hesta (FEIF) um
að halda námskeið fyrir kynbótadómara hér á landi. Bændaskólinn á
Hólum tók þetta verkefni að sér. Þeir Hólamenn og Kristinn Hugason
önnuðust undirbúning. Námskeiðið var haldið á Hólum dagana 9.-10. júlí
og stjórnaði Magnús Lárusson því. Auk hans leiðbeindum við Kristinn
Hugason og Víkingur Gunnarsson ásamt aðaltúlki, Ingimar Sveinssyni á
Hvanneyri. Var mikið efni sett fram og vinna leyst af hendi á tveimur
dögum og hlýtur að hafa verið erfitt fyrir nemana sem voru 25 talsins frá átta
aðildarlöndum. Menn töldu þetta hafa heppnast vel.
Skuggafélagið. Hross voru skoðuð og mæld í Engihlíð og Syðra-
Skörðugili 18. og 19. okt. og í Borgarfirði 6. nóv. Staðan er svipuð. Kom ég
ekki á fund hjá þeim nú, en er nú að bíða og sjá hvort eitthvað bitastætt
kemur út eftir fangáætlanir þær, sem gerðar voru haustið ’88 og vænta má að
unnið hafi verið að á þessu ári.
Fjalla-Blesi. Á fund í félaginu komum við Helgi Eggertsson, ráðunautur,
21. apríl og litum á ungfola og tamningahross félagsmanna. Voru það ágætir
gripir meðfram og mikið iíf í tamningum. Gassi 1036 frá Vorsabæ var
notaður í fyrravor á húsi, en var alltof stutt og aðeins 3 folöld komust upp.
Ég benti nú á Anga 1035, þegar færi gæfist að fá hann til félagsins. Yngstu
árgangar undan Sveipi 874 eru nú á tamningaraldri og svipað er um trippi
undan Mergi 961 frá Syðra-Skörðugili. Þau eru 5 vetra þarna, gangmikil og
viljug.
Kleifarhrossin hef ég ekki séð í 2 ár. Þar er að sumu leyti erfitt um vik og
vantar meira starf í tamningum að ég held, en ekki er vafi á að nógir kostir
búa í hrossunum þar.
Fjórðungsmót var haldið við Iðavelli á Fljótsdalshéraði 29. júní til 2. júlí
og er ítarlega skrifað um það í Hrossaræktinni 1989. Forskoðun stóð frá 23.
- 31. maí og voru dæmd tæp 200 hross.
Stóðhestastöð. Skýrsla um hana birtist í Hrossaræktinni. Þetta ár voru
dómar felldir 3. maí og var Leifur Kr. Jóhannesson formaður dómnefndar,
sem var skipuð kynbótanefndarmönnum, einsog vant er, utan mín, sem var
í verkfalli. Almenn sýning á hestum stöðvarinnar og vígsla sýningarvallar,
er Sveinn Runólfsson lét gera, var haldinn 6. maí og opnaði Sveinn völlinn.
Sveinbjörn Dagfinnsson flutti ávarp í forföllum Iandbúnaðarráðherra og
58