Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 170
Mál nr. 17
Erindi Búnaðarsumbands Austurlands um áframhaldandi rekstur tilrauna-
stöðvar á Austurlandi.
Málið afgreitt með eftirfarandi áiyktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Það er og hefur alltaf verið skýr og ófrávíkjanleg stefna Búnaðarþings, að
öflug tilraunastarfsemi sé algjör forsenda fyrir framförum í landbúnaði. Það
hefur einnig lagt áherzlu á, að starfsemin væri í nálægð við bændur og styddi
þannig þau verkefni, sem brýnust eru í hverju héraði.
Því skorar Búnaðarþing á stjórn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins að
falla frá ákvörðun sinni um að leggja tilraunastöðina á Skriðuklaustri niður.
Jafnframt skorar Búnaðarþing á fjárveitinganefnd Alþingis og alþingis-
menn Austurlandskjördæmis að beita sér fyrir, að bein fjárveiting til
Tiiraunastöðvar á Skriðuklaustri sé ekki minni en svo, að þargeti starfað að
minnsta kosti tveir landbúnaðarháskólamenntaðir rannsóknarmenn og hafi
viðunandi aðstöðu til starfsins.
GREINARGERÐ:
Búnaðarþingi hefur borizt erindi stjórnar Búnaðarsambands Austur-
lands, þar sem óskað er stuðnings við áframhaldandi rekstur og eflingu ,
Tilraunastöðvarinnar á Skriðuklaustri. Mál þetta er stutt mörgum sam-
þykktum frá fundum samtaka bænda á Austurlandi, hreppsnefnd Fljóts-
dalshrepps, Samtökum sveitarfélaga á Austurlandi og fleiri aðilum. Ein-
hugur er hjá Austfirðingum um eflingu Tilraunastöðvarinnar á
Skriðuklaustri í nánu samstarfi við Búnaðarsamband Austurlands.
Um 40 ára skeið hefur verið starfrækt tilraunastöð á Skriöuklaustri, og
hefur hún aflað mikillar þekkingar fyrir Austurland og landbúnaðinn í
heild. Þar var fyrir á staðnum hið fræga hús, sem skáldið Gunnar Gunnars-
son lét reisa og gaf svo jörðina til þess, að þar yrði aflað þekkingar fyrir
landbúnaðinn. Nú hefur síðustu árin veriö unnið að endurbótum á húsinu
og fegrun staðarins, sem var mjög brýnt og tengdist minningarhátíð um
skáldið. Væntu menn eystra, að þetta yrði til þess að efla tilraunastöðina og
tilraunastarfið. Nú er sýnt, að með einhverjum hætti verður aö varðveita
staðinn og reka hann, og vilja bændur eystra, að það veröi tengt því að efla J
og reka þarna tilraunastöð.
Nú hefur stjórn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins ákveðið að leggja
stööu tilraunast jóra á Skriðuklaustri niður og flytja stöðuna að tilraunastöð-
inni á Möðruvöllum og vinna að tilraunamálum á Austurlandi þaðan.
Þessa skipan mála vilja Austfirðingar ekki fallast á, sem varla er von til.
Félagssamtök bænda á Austurlandi hafa bent á fjölmörg þörf rannsókn-
arverkefni, sem tvímælalaust geta orðið til þess að efla mjög landbúnað í
168