Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 61
setti samkomuna. Sigurður Haraldsson, nýorðinn 70 ára, var heiðursgestur
hátíðarinnar með 6 hross í sýningu, sem fædd eru á Kirkjubæjarbúinu.
Leifur Kr. Jóhannesson var kynnir og lýsti dómum. Hörður Valdimarsson,
Akurhóli, gaf tvo farandbikara til verðlauna á efstu hesta í hvorum
aldursflokki 4ra og 5 vetra. Við nýbygginguna urðu engar framkvæmdir á
árinu vegna fjárskorts, en þjóðin verður að standa vörð um íslenska hestinn,
enda snertir hann marga. Svo merkilegt ogséríslenskt fágæti rnáekki liggja í
öskustónni. Metnaður okkar hlýtur að styrkjast við aukna samkeppni
annarra þjóða um ræktun hans og notkun.
Ný búfjárræktarlög voru samþykkt frá Alþingi í vor og ber að fagna því.
Þau hljóta að vera réttlætanleg þótt ýmsu sé breytt. Ég reikna t.d. með, að
þar sem ríkið á og rekur Stóðhestastöðina skv. reglugerð þar um, byggi það
alfarið yfir hestana. Fyrir dyrum liggur vinna við að semja reglugerðir við
nýju lögin í hverri búgrein.
Ársþing Landssambands hestamanna sat ég á Hótel Örk í Hveragerði
27.-28. okt. Stjórnin heiðraði mig ásamt þremur öðrum hestamönnum nreð
gullmerki sambandsins. Þá var mér færð vegleg fánastöng með merki
sambandsins á afmæli rnínu og sýndur sómi, sem ég þakka fyrir. Við
Kristinn Hugason vorum fengnir til að halda erindi um hrossarækt. Þá
lentum við í orðaskaki við merkan ritstjóra en lélegan höfund að stóðhesta-
bók, sem var þá nýútkomin. Þar blómstraði Kristinn að verðleikum.
Fundurinn samþykkti samhljóða tillögu nefndar um að það númerakerfi,
sem B.I. hefur ákveðið að nota, ætti að virða.
Reiðhöllin, það mikla og þarfa mannvirki, hefur reynst ofviða íslenskum
aðstæðum. Vonandi tekst að finna færa leið um framtíð þess, þótt trúlega
þurfi að finna því farveg við fjölbreyttari not en hestamennsku eina. Ég var
kynnir á 3ja daga sýningu kynbótahrossa 3.-5. marz og leiðbeindi síðar
unglingum úr hestamannafélaginu Fáki 9. apríl.
Fundir og fleira.
Hélt nokkra fyrirlestra í febrúar fyrir áhugasama um hrossarækt í Mennta-
skólanum að Laugarvatni og kynnti byggingardóma hrossa fyrir félögum
mínurn í hestamannafélaginu Trausta seint í apríl. Flutti kynningarþátt í
kennsiumynd um tamningar, mælingar og sköpulag hrossa, sem Jón
Tryggvason, Reykjavík, stóð fyrir.
Atti viðtöl um hrossarækt, sem birtust í Hestinum okkar og Eiðfaxa.
Kom tvisvar í umræðuþætti í ríkisútvarpi. Flutti erindi á ráðunautafundi í
febrúar.
Litaerfðakenningin um að tvö rauð hross gætu aðeins gefið rautt og hvítt
fannst okkur feðgum á Laugarvatni varla standast. Átti ég tal við dr. Stefán
Aðalsteinsson unr þetta og nefndi dænri. Hann var þá nýbúinn að fá
upplýsingar frá amerískum fræðimanni og staðfestingu á hinu sama, þar
59