Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 30
B. Verktakar á umsömdum svæðum:
N-ísafj.s., Ágúst Guðjónson, Hólmavík.............
Strandasýsla Ágúst Guðjónsson, Hólmavík...........
S-í’ingeyjars., GrímurSigurbjörnsson .............
Fljósthl- Hvol- og Rangárv.hr., Guðlaugur Guðjónsson
Ása-HoIta-ogLandm.hr., Ketilbjörn.................
Djúpárhreppur, ÓlafurÓskarsson....................
Gnúpv. og Hrunam.hr, Vélgrafan....................
Ölfus, Vélgrafan..................................
Magn, m’
7.500
1.900
19.000
44.000
75.000
74.000
125.000
49.000
Verð, kr/nr’
41,00
41,00
23,30
16,75
16,75
17,40
16,80
17,10
C. Plógræsla:
Rsb. Mýramanna - eigiö svæði
Rsb. Mýramanna-Suðurland
43.200 m 4,9 kr/m
387.600 m 4.9 kr/m
Samkvæmt ákvæðum jarðræktarlaga var innheimt gjald í jöfnunarsjóð af
skurðgreftri ársins 1988. Alls greiddu 30 verktakar gjald í sjóðinn að
upphæð kr. 1.007.640. Úthlutað var úr sjóðnum til 173ja félagsmanna í 54
búnaðarfélögum, samtals að upphæð kr. 785.908.
Vegna aukinnar eftirspurnar eftir sprengingu berghafta í Árnessýslu fór
ég ásamt Kristjáni Bj. Jónssyni, ráðunaut, og fleirum og kannaði aðstæður
þar sem mest var pantað. Að því loknu var samið við verktaka um magn og
verð. Þá skoðuðum við Kristján árangur plógræslu s.l. sumar.
Þótt pípuræsi séu ekki stór hluti í framræslunni er á hverju ári talsvert
leitað eftir leiðbeiningum varðandi lokræslu og frágang við gerð pípuræsa.
Á s.l. ári var áfram fylgst með árangri mismunandi lokræsluaðferða að
Hesti í Borgarfirði í samvinnu við Bútæknideildina á Hvanneyri og sagt frá
niðurstöðum í tilraunaskýrslu Bændaskólans á Hvanneyri.
Dagana 6.-10. febrúar sótti ég árlegan Ráðunautafund B.í og Rala og
flutti þar erindi um gerð s.k. túnabókar.
Meðan á Búnaðarþingi stóð aðstoðaði ég félagsmálanefnd þingsins.
Á árinu sótti ég skorarfund (skor VIII) hjá NJF í Uppsölum í Svíþjóð. í
þeirri ferð kynntist ég ýmsu varðandi leiðbeiningar og rannsóknir í fram-
ræslu. Þá sat ég aðalfund íslandsdeildar NJF, en áður höfðu skorarstjórnar-
menn gert stjórn íslandsdeildarinnar grein fyrir starfi einstakra deilda.
Dagana 28. - 30. ágúst tók ég þátt í námskeiði á vegum NJF í Viborg í
Danmörku. Far var aöallega fjallaö um notkun fylliefna við framræslu með
pípum, ásamt því að fjalla um framræslu almennt. Námskeið þetta var mjög
fróðlegt og færi ég Búnaðarfélagi íslands bestu þakkir fyrir að gera mér
kleift að sækja námskeiðið.
Dagana 10. og 11. nóvember sat ég aðalfund Landverndar, sem einn af
fulltrúum B.í.
Tölvunámskeið sótti ég tvo daga í desember, sem haldið var fyrir
starfsfólk B.í.
Á árinu var ég prófdómari í landmælingum og jarðvegsfræði við Búvís-
indadeildina á Hvanneyri.
28