Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 74
Tafla 4. Yfirlit yfír niðurstöður úr kjötmati, sem öðlaðist gildi 1. september
1988. Sömu svínabú og í töflu 3.*
Ár Svínabú, nr. Grís I* Grís I Grís 11 Grís III Mcðalfall- þungi grísa, kg Kg fóöurs á framlcitt kg af svínakjöti
1988 ii 34.82% 54.63% 8.31% 2.24% 55.9 4.88
1988 7 56.57% 39.44% 3.99% 57.9 5.35
1988 47 23.69% 43.78% 27.71% 4.82% 55.7 5.03
1988 6 48.28% 50.00% 1.72% 52.2 8.33
1988 5 59,24% 38.66% 2.10% 51.1 5.78
1988 39 58.54% 41,46% 54.0 7.02
1988 54 1.86% 49.69% 42.24% 6.21% 52.9 5.83
1988 23 8.97% 46.80% 35.26% 8.97% 54.3 5.94
1988 74 (1.93% 59.26% 30.56% 9.25% 47.8 7.71
1988 18 26.83% 68.29% 4.88% 45.4 9.62
1988 16 43.64% 44.07% 12.29% 47.9 5.90
1988 78 1,10% 67.65% 27.94% 3.31% 50.8 7.70
1988 55 5.50% 55.05% 32.11% 7.34% 52,3 6.98
*,.Fóöurnýting hjá svínum mcö hliösjón af norrænum rannsóknum“.
Af töflu 4 sést, að þeir svínabændur, sem eru með fullkomið skýrsluhald
og kunna að nota það, eiga í engum vandræðum að aðlaga sig nýju
kjötmatsreglunum og koma þannig til móts við kröfur neytenda um
fituminna svínakjöt.
4) A árinu 1989 voru gerðar fitumælingar ogsýrustigsmælingar á um 2000
grísum í sláturhúsum. Eftirfarandi mælingar voru gerðar á þessum grísum:
1) fituþykkt yfir bóg (F2), 2) fituþykkt á miðjum hrygg (Fl), 3) fituþykkt á
lend, 4) fituþykkt í síðu, 5) skrokklengd, 6) sýrustig og hitastig í læri og í
vöðva á lend. Auk þessara mælinga var skráð ef grísirnir voru eitthvað
afbrigðilegir, t.d. með brjósthimnubólgu, kláða, snúðtrýni o.s.frv.
Niðurstöður þessara mælinga eru sendar viðkomandi svínabændum eins
fljótt og unnt er. Þannig geta þeir svínabændur, sem hafa nákvæmt
skýrsluhald, bætt framleiðslu sína á skömmum tíma með ströngu úrvali, þar
sem arfgengi fituþykktar hjá svínum er mjög hátt eöa 0,5 - 0,6. Rétt er að
benda á, að þessar mælingar og rétt notkun niðurstaðna þeirra stuðli ekki
einungis að því að svínabændur geti komiö til móts við kröfur neytenda um
fituminna kjöt heldur líka að minni framleiðslukostnaði, þarsem það þarf 5
- 6 sinnum meira fóður til að framleiða 1 kg af fitu (ca 8000 kcal) en 1 kg af
kjöti (1300-1400kcal) ef nægileg vaxtargeta er fyrir hendi.
Sýrustigsmælingar, sem geröar hafa verið í sláturhúsum samtímis kjöt-
mælingum á 7-8 þúsund grísum allt frá árinu 1986, sýna að vatnsvöðvi, sem
er erfðagalli, hefur breiðst mjög út síðustu 3-4 árin. Einnig sýna þessar
sýrustigsmælingar að tíðni vatnsvöðva er mjög mismikil í grísum frá hinum
ýmsu svínabúum eða allt frá 0% upp í 30-40%. Eina leiðin til að hindra
frekari útbreiðslu þessa kjötgalla eru sýrustigsmælingar í sláturhúsum og
72