Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 216
tuberculini. 26 af þessum gripum sýndu jákvæða útkomu með avian
tuberculini, af þeint svöruðu 5 einnig jákvætt með mammalian tuberculini,
en sú svörun var frekar veik. Loks voru 3 gripir sem svöruðu veikt með
mammalian tuberculini eingöngu. Voru niðurstöður þessar túlkaðar þannig
að gripirnir liefðu orðið fyrir smiti af völdum fuglaberkla. Engir gripir
sýndu einkenni berklaveiki og frekari ráðstafanir voru ekki gerðar með
gripi þessa. í mars 1952 gerði Guðbrandur Hlíðar berklapróf á 74 nautgrip-
um á kúabúinu að Hóli við Siglufjörð. 2 kýr svöruðu jákvætt (4 mm) en
höfðu ekki svarað árið áður. ítarleg krufning leiddi ekki ljós neinar bólgur
af völdum berkla.
Þegar varnarlið úr her Bandaríkjamanna tók við vörslu Keflavíkurflug-
vallar 1951 komu fljótlega fram kröfur um að berklaprófa skyldi kýr á
bæjum sem seldu óunna mjólk til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Voru
því nautgripir í nærsveitum Reykjavíkur, á annað þúsund berklaprófaðir,
1952-1953. Var notað bandarískt tuberculin við þessar prófanir, en ekki
fannst neinn gripur er sýndi jákvæða útkomu.
Lang yfirgripsmestu berklaprófanir í nautgripum voru gerðar að ósk
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli árin 1959, 1965 og 1971. Samkvæmt
heilbrigðisreglugerð flughers Bandaríkjamanna (USAF) er óheimilt að
kaupa mjólk úr kúm sem ekki hafa staðist berklapróf. Ef að færri en 0,2% af
prófuðum gripum svara jákvætt, þarf þó ekki að gera berklapróf nema
sjötta hvert ár. Var því að fengnu samþykki Mjólkursamsölunnar í Reykja-
vík og landbúnaðarráðuneytisins hafist handa um þessar prófanir haustiö
1958. Prófa skyldi nautgripi á öllum þeim bæjum sem senda mjólk til
Mjólkursamsölunnar í Reykjavík. Prófanir skyldu gerðar með amerísku
mammalian tuberculini, er dælaskyldi í húð (PPD, tuberculin, intradermic,
Jensen Salsbury Lab., USA). Kæmi fram jákvæð svörun skyldi gripurinn
prófaður aftur og þá nteð hvoru tveggja í senn avian og mammalian
tuberculini sitt hvoru megin á hálsi. Jafnframt var tekiö blóðsýni til
prófunar vegna garnaveiki (paratuberculosis) úr þessum gripum. Var þetta
gert vegna þess að búast mátti við því að einhver brögð yrðu af því að gripir
hefðu sýkst af garnaveiki eða hænsnaberklum. Ef húðin þykknaöi um 3 mm
eða meir, þrem sólarhringum eftir inndælingu skyldi prófið talið jákvætt.
Þeir gripir sem svöruðu jákvætt voru fjarlægðir eða felldir jafnskjótt og tök
voru á og mánuði síðar voru allir gripir á bænum húðprófaðir á nýjan leik.
Allir nautgripir eins árs og cldri á svæðinu frá Snæfells- og Hnappadalssýsl-
um suður og austur í V.-Skaftafellssýslu, alls 21.589 gripir voru prófaðir og
var pról'un að mestu lokið árið 1959. 35 gripir svöruðu jákvætt, þeir voru
felldir en aðeins í einum þeirra fundust berklabreytingar. Líffæri og eitlar úr
öllum 35 gripum voru tekin til ræktunar og auk þess var reynt að sýkja
tilraunadýr með inndælingu. Voru rannsóknir þessar gerðar bæði á Til-
raunastöð Háskólans að Keldum og rannsóknarstofu á vegum Flughersins í
214