Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 123
dreifir með flugvélum. Auk þess er þurrkað og hreinsað það iúpínufræ og
fræ af beringspunti, sem uppskorið er í Gunnarsholti. Allt melfræ, sem
stofnunin lætur safna, er einnig þurrkað og hreinsað í stöðinni. Gerður var
samstarfssamningur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins um verkefni
stöðvarinnar.
Jón Guðmundsson, sérfræðingur hjá RALA, hefur verið okkur til
aðstoðar við fræverkunina ásamt ýmsum öðrum verkefnum. Sáð var í 55
hektara lúpínuakur og 42 hektara beringspuntsakur til frætöku. Auk þess
var sáð víða í sanda við Gunnarsholt og líklegt að hluta af því megi nota til
frætöku. Tilkoma þessarar fræverkunarstöðvar inarkar að mínu mati
tímamót í landgræðslustarfinu.
Áhersla var lögð á endurnýjun og viðhald landgræðslugirðinganna.
Samtals þarf að fara með og líta eftir 70 girðingum, sem eru um 1000 km að
lengd. Unnið var skipulega að endurnýjun nokkurra girðinga, þar sem
hlutar viðkomandi girðinga voru endurnýjaðir. Á árinu 1988 voru það
aðallega girðingarnar í Þorlákshöfn og á Hólsfjöllum. Um aðrar giröingar
gildir það að gert er vandlega við þær á vorin og síðan fylgst með þeim.
Nýjar girðingar á árinu voru: Girt var 5 km rafmagnsgirðing við
Rótarmannagil á Biskupstungnaafrétti með aðstoð ýmissa áhugamanna-
hópa úr Biskupstungnahreppi. Vegna friðunaraðgerða á Reykjanesi var
girt 10 km girðing í Krísuvík. Ennfremur var girt 17 km girðing um
Grænulág í Skútustaðahreppi, Suður-Þing. Húsavíkurland var girt og
friðað í samvinnu við Húsavíkurbæ, alls 14 km. Allt eru þetta rafmagnsgirð-
ingar. Ennfremur var gerður samningur um friöun á vesturhluta Mýrdals-
sands, en þar þarf ekki að girða.
Landgræðsluflugið var með svipuðum hætti og undanfarin ár, nema hvað
minna var dreift á landgræðslusvæðin en áður (sjá starfsskýrslu Stefáns H.
Sigfússonar).
Það viðraði afar illa á árinu lyrir fræsetu á landgræðsluplöntum, bæði
voraði seint og mikið hvassviðri skemmdi blóm lúpínunnar. Haustveðrátt-
an var síðan vætusöm og erfið til uppskerustarfa.
Melskurður hófst í lok ágúst. Byrjað varaðskera á Landeyjasandi, en þar
voru að verki feðgarnir Jón og Sigurður í Hallgeirsey með heimasmíðaða
sláttuvél. Handskorið var melgresi bæði í Álftaveri og Meðallandi. Slegið
var meö þremur sláttuvélum frá Landgræðslunni í landgræðslugirðingunum
í Kelduhverfi og Þorlákshöfn. Ennfremur var slegið á Mýrdalssandi, í
Álftaveri og í Meðallandi. Samtals söfnuðust um 45 tonn af óþresktu
melfræi. Fræið var þurrkað, hreinsað og flokkað í nýju fræverkunarstöð-
inni. Landgræðslan safnaði einnig nokkur hundruð kílóum af snarrótarfræi
meðfram vegum austan Selfoss og við Reykjavíkurflugvöll. Svokallaður
fræsópari var notaður til verksins. Ennfremur var safnað með fræsóparan-
um íslensku vallarsveifgrasfræi á gömlum akri hér í Gunnarsholti.
121
L