Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 162
TEKJUR: Kr
Selt sæöi: 32.000 kýr x 400 kr.................................................... 12.800.000
Holdanautasæði,6600skammtar........................................................ 5.214.000
Felldnaut.......................................................................... 2.600.000
Húsaleigutekjur....................................................................... 94.000
Framlag ríkis v/Iauna............................................................. 1.371.000
Allskr..................................... 22.079.000
Fj árhagsáætlunin, eins og hún kom frá fjárhagsnefnd á þingskjali 2 og birt
er hér að framan, ásamt tillögu fjárhagsnefndar um skiptingu starfsfjár
búnaðarsambanda, var borin upp í einu lagi og samþykkt með 21 samhljóða
atkvæði og þar með afgreidd frá Búnaðarþingi.
Mál nr. 3
Búfé á vegsvœðum. Nefndarálit.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 23 sam-
hljóða atkvæðum:
1. Búnaðarþing fagnar þeirri úttekt, sem landbúnaðarráðherra hefur látið
gera um búfé á vegsvæðum.
2. Búnaðarþing leggst gegn þeirri tillögu meirihluta nefndar, sem fjallaði
um búfé á vegsvæðum, þess efnis að lögfesta, að eigendum nautgripa og
hrossa um land allt sé skylt að hafa þá gripi sína í vörzlu allt árið. Þingið
telur þau mál betur komin í höndum sveitarstjórna, sem nú þegar hafa
víðtækar heimildir til að takmarka lausagöngu búfjár, m.a. vegna
umferðaröryggis. Þær heimildir eru enn rýmkaðar í framkomnum
drögum að frumvarpi um búfjárhald.
Þá ber þess að gæta, að vörzluskylda getur hindrað svo nýtingu á
beitilöndum einstakra jarða, sem skipt er sundur með vegagerð, að jafna
megi við eignaupptöku. I alvarlegum tilvikum af þessu tagi telur þingið
bótarétt landeiganda ótvíræðan.
3. Búnaðarþing hvetur bændur og aðra búfjáreigendur til að halda gripum
sínum frá þjóðvegum eftir því, sem aðstæður leyfa, en minnir á þá
röskun, sem þjóðvegir valda á nýtingu beitilanda. Verði bændum lagðar
frekari skyldur á herðar, sbr. framkomna tillögu í nefndarálitinu þess
efnis, að stórgripir verði hafðir í vörzlu allt árið, telur þingið nauðsyn-
legt, að Vegagerð ríkisins verði gert skylt að girða samfelldar girðingar
til að hindra frjálsa för gripa á þjóðvegi. Því er beint til landbúnaðarráð-
herra, að ákvæði 9. gr. giröingarlaga nr. 10/1965 verði rýmkuð þannig,
að þau taki til allra beitilanda og í stað hefðbundinna vegagirðinga verði
heimilt að girða sérstök beitarhólf þar, sem henta þykir. Þá verði
160