Búnaðarrit - 01.01.1990, Blaðsíða 65
Síðan hefur hvert verkið rekið annað: Úrlausn margháttaðra erinda og
fyrirspurna á skrifstofu. Dómstörf á síðsumarssýningum. Framhald vinnu
við samningu reglna um dómstörf og sýningar kynbótahrossa og „stigunar-
kvarða“, sem er nákvæm skilgreining á einkunnagjöf fyrir alla dómseigin-
leika byggingar og hæfni kynbótahrossa. Þetta var verk, sem átti að vinna
miklu fyrr á árinu og frekaren orðið er, sjá síðustu starfsskýrslu, en hérsetti
áðurnefnt verkfall strik í reikninginn. Vinna að endurskoðun reglugerðar-
ákvæða um frostmerkingar. Margháttuð ferðalög vegna hrossaskoðunar
fyrir Stóðhestastöð og tamningastöðina á Hólum og fundahalda. Funda-
höld voru óvenjumikil á haustinu m.a. vegna títtnefnds verkfalls í vor, en
ekki síður vegna þess að mikið er að gerast í hrossaræktinni og áhuginn
almennur. Undirbúningur þessara funda var tímafrekur, en þeir reyndust
gagnlegir. Reglur um inntökuskilyrði á landsmót, afkvæmasýningar stóð-
hesta og hryssa hafa verið mótaðar og kynntar, einnig höfum við Þorkell
Bjarnason kynnt ferðaáætlun okkar í úrtöku fyrir landsmótið 1990.
Af og til í haust hefur unnist tóm til að sinna yfirferð og frágangi
dómgagna sumarsins og undirbúningi á útreikningum nýrra kynbótaein-
kunna, en það verk er í meira lagi nú, því að Búnaðarfélag íslands hefur
tekið við útreikningunum að fullu. Þessi verk eru nú í algleymingi og mikið
framundan.
Ritstörf: Ritstörf mín á árinu voru að mestu tcngd útgáfu Hrossaræktar-
innar. Hrossaræktin 1988 kom út í apríl og var ísams konar broti og fyrr, 240
blaðsíður að lengd, sem er sama stærð og ritið var í 1987 að slepptum
bókarauka er þá birtist. Upplagið var stækkað úr 1000 eintökum í 1350.
Askrifendur eru nú 540. Lítið vantar á að Hrossaræktin 1988 sé uppseld eins
og fyrri árgangar, en 355 eintök voru til um áramót.
í erindasafni Ráðunautafundar 1989 birtist eftir mig grcin um úrvinnslu
gagna og útgáfustarf í hrossarækt og í 23. tbl. Freys 1989 ritfregn um bókina
Hestaheilsa eftir Helga Sigurðsson, dýralækni. Þess ber og að geta að nú er í
þann veginn að birtast grein, sem heitir Multi-stage index selection infinite
populations, í tölfræðiritinu Bionietrics og er ég annar meðhöfundur, en
aðalhöfundur er dr. Lennart Norell, stærðfræðingur.
Fundir, námskeið, nefndastörf: Ég sat Ráðunautafund BI og RALA,
sent haldinn var í Bændahöllinni 6. til 10. febrúar. Hrossaræktin var á
dagskrá fundar eftir hádegi þann 10. með framsögum og almennum
umræðum. Þorkell Bjarnason, undirritaöur og Einar E. Gíslason, form.
Félags hrossabænda fluttu framsöguerindin. Athygli vakti hvassyrt ádeila
Einars á leibeiningaþjónustuna. Ég tel hann hafa búið mál sitt óþarflega
persónulegum búningi, en inntak ræðu hans er allrar athygli vert. Erindi
Einars verður birt í Hrossaræktinni 1989, en það barst ekki nógu tímanlega
til að birtast í erindasafni fundarins.
63