Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 34
28
M 0 R G tí íí Íí
sáust hvergi nein merki þess, livar hætt liaíði verið, en Ohllia-
ver bar bréfsnifsið, sem hann hafði rifið af, við blaðið, og
stóð það alveg lieima. Þeir, sem reynt liafa, vita, liversu erfitt
er að skrifa langt mál svo í myrkri, að ekki verði á ójöfnur
eða krass, og hve erfitt er að bæta inn orðum og stöfum, sem
úr liafa gleymzt. En í þetta skifti var skriftin hin hreinleg-
asta og, sem sagt, hvergi unnt að sjá, hvar byrjað liafði
verið í annað sinn. Ohlhaver endurtók þessa tilraun með
saina árangri. — Oftlega var einnig efni skriftarinnar merki-
legt. Ohlhaver spurði til dæmis föður sinn lieitinn um einka-
mál, sem þeim höfðu á milli farið og enginn annar gat
svarað.rétt en faðir lians, og fékk svar, sem átti ágætlega við.
Enn fremur var auðsjáanlega reynt að líkja eftir skrift föður
lians, eins og hún var, meðan liann lifði, t. d. á þann veg, að
hver bókstafur var laus frá öðrum. Þó hafði miðillinn aldrei
séð rithönd gamla mannsins, enda voru engin skrifuð slcjöl
eða skilríki til eftir liann.
Flutningafyrirbrigði gerðust einnig á fundum með ung-
frú Tambke. Eitt sinn var hún í lieimsókn lijá vinafólki sínu
í Hamborg. Var afráðið að halda myrkurfund, og voru við-
staddir sjö menn með miðlinum. Fundarlierbergið var lítil
stofa með einum glugga. Settust nú fundarmenn umhveríis
borðið og héldust í hendur, miðillinn líka. Fyrstu klukku-
stundina gerðist ýmislegt, sem hér verður ekki frá skýrt.
Síðan er sagt af vörum miðilsins, að reyna eigi að sækja liluti.
Nokkru síðar heyrðist eitthvað detta eða vera lagt á borðið,
og endurtókst þetta nokkrum sinnum með vissu millibili. Síð-
an er sagt, að kveikja skuli ljós, og sáust þá á borðinu um
10 hlutir litlir, t. d. brjóstnál, öskubikar, tvær skeiðar, blóm-
vöndur o. s. frv. Blómvöndurinn hafði staðið úti á gangi,
skeiðarnar voru úr eldhúsinu, og liinir hlutirnir úr öðrum
herbergjum. Dyrum og gluggum var lokað. Ef glugginn hefði
verið opnaður, eða forhengið tekið frá, myndi bjart skin af
strætisljóskerinu úti fyrir hafa uppljómað herbergið, og sama
er að segja um hurðina, því að í næsta herbergi var Ijós. En
auðvitað gat leikið grunur á, að t. d. miðillinn liefði liaft