Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 63
MORGUNN h<
Framanskráða frásögn ritaði frú Elín í viðurvist okkar
beggja. Er okkur ljúft að votta, að lum er sannleikselskandi
kona, og mundi sízt af öllu vilja segja liluti, sem ekki væru
sannleikanum samkvæmir. Teljum við fullkomlega óliætt að
treysta minni hennar, enda ber frásögnin sjálf vott um það,
að liún man atburðinn glögglega.
ísafirði d. u. s.
Sigurgeir Sigurðsson. Jón Þ. Olafsson.
III.
Tvö merkileg atvik úr Vestmannaeyjum.
A. Köll og draumur.
Sveinn Sveinsson frá Kotmúla í Pljótslilíð var vetrar-
maður lijá móður minni veturinn 1910—11, og formaður
á vélbát, sem „Geysir“ var nefndur. Ilann var að láta beita
línu kvöld eitt í janúarmánuði 1911 og fer þá úr beitukrónni
milli kl. 9 og 10 um kvöldið.
Þetta sama kvöld var eg háttaður í rúmi mínu og var að
lesa skáldsöguna „Anna Karcnin“ eftir Tolstoj. Ijítill gangur
var á milli herbergjanna, þess er eg svaf í og herbergis lians.
Ileyri eg þá fótatak Sveins úti á ganginum og að liann kallar
á mig: „Arni, Árni, Árni!“ Þekti eg málróminn strax og
fanst mér kallið frekar sem neyðaróp en ávarp, því að Sveinn
var sérlega stiltur maður.
Eg hugsaði, að hann mundi koma inn til mín, eins og
hann var vanur, ef hann vildi eitthvað tala við mig, og fór
því ekki fram úr rúminu, en enginn kom inn. Ilugurinn
hvarf svo frá þessu.
Þessa sömu nótt dreymir mig, að eg þykist vera staddur
niðri á bryggju Gísla Jolinsens og þykir svo stutt á milli
þeirrar bryggju og bæjarbryggjunnar, að eg geti hlaupið á
milli. Er eg fer að líta niður eftir, sé eg að þar eru miltil sog
og sé fljótandi í sogunum sel, og þylcir leiðinlegt, að eg liafi
ekki byssu til að skjóta hann. Þegar eg athuga nánar, er sel-