Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 33
M 0 ii ö tJ K K
‘21
ir miíSilsins lionum, að eitt liögg merkti „nei“, þrjú högg „já“
en tvö óvissu eða það, að ekki vœri unt að svara með jái eða
neii. Spurði nú Olilhaver, livort faðir sinn lieitinn væri við,
og jafnskjótt heyrðust þrjú sterkleg högg í plötu saumaborðs-
ins. Spurði liann þá enn fremur, hvort aðrir látnir ættingjar
sínir væru viðstaddir, og var því svarað játandi. Pýsti hann
nú að vita, hver það væri, og sagði því hægt fram stafrófið
og bað um, að högg skyldi koma við fyrsta stafinn í nafn-
inu og þannig áfram. A þennan hátt var stafað fram naínið
„Nenliiil“. En þetta nafn var honum gersamlega óþekkt.
Spurði liann þá aftur, livort þetta væri nokkur frændi sinn,
og var því játað. Hann kvað nafnið vera sér ókunnugt og
bað um nánari upplýsingar. Lokaði þá miðillinn augiuium
sem snöggvast og lýsti síðan nákvæmlega þeim, er valdur
væri að liöggunum. Lýsingin átti við Liihnen, frænda Ohl-
havers, svo að ekki varð um villzt. En hvernig datt lionum
í hug að nefna sig Nenhul? Eftir þó nokkurt tal fram og aft-
ur var stafað fram með höggum: „Les aftur á bak.“ Þá kom
í ljós, að Nenhúl er sama sem Lúhnen lesið aftur á bak.
Bætti þá miðillinn því við, að liinn látni hefði verið að segja
sér, að liann væri Joliannick frændi Ohlliavers. En Lúlinen
hafði heitið Joliann Hinrich, en á lágþýzku voru bæði nöfn-
in dregin saman í Johannick, og svo liafði hann jafnan nefnd-
ur verið. — Þetta dæmi verður að nægja um „andaliögg“. —
Oft féll miðillinn í sambandsástand, rétt strax eftir, að
ljósið var slökkt. Það er, eins og menn vita, all-ólíkt venjuleg-
um svefni. Aug'Ull eru lokuð, en líkaminn er tilfinningarlaus
fyrir ytri álirifum, t. d. nálstungum. Dýpt ástandsins fer mjög
eftir heilsu miðilsins. Ef henni er eitthvað áfátt, kemur djúpt
dá sjaldan fyrir. í dáinu er svo talað af vörum miðilsins, eða
ritað með hendi hennar, Og þótt koldimmt væri inni, var skrift-
in jafnan þráðbein og laus við alt krass. Einu sinni á meðan
verið var að skrifa, óskaði Ohlhaver að mega sem snöggvast
halda á blaðinu í hendinni. Yar þá hætt að skrifa Og honum
rétt blaðið. Reif hann horn af því og geymdi, rétti síðan blað-
ið aftur. Yar þá byrjað að skrifa á ný. En þegar kveikt var,