Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 94
88
M 0 R G U N íí
um vér fyrir raunsóknir annarra eins manna og Crookes,
Lodge, Richet, Geley og fleiri, að óvenjuleg líkamleg fyrir-
brigði gerast, þótt fullkomlega tryggilegu eftirliti sé beitt við
tilraunirnar. Þegar liann því liafi orðið vottur að sams kon-
ar fyrirbærum, hafi hann sagt við sjálfan sig: „Betri menn
en eg hafa athugað slík fyrirbrigði og talið þau sönn. Eg
ætla að telja þau raunveruleg, þar til er [>að sannast, að
þau eru það ekki.“ Með þessu móti liafi liann getað beðið
með að taka fulla ákvörðun lun málið, þar til er unt liafi
verið að viðhafa nægilega strangvísindaleg skilyrði. Þess sé
og að gæta, að vinsamlegur hugur hjálpi til að framleiða
fyrirbrigðin, því að þá verði andlega loftslagið fult af gleði
og samræmi, og' öllum rannsóknamönnnm lcomi saman um, að
það greiði fyrir góðum árangri. Þar sem liins vegar lieimsku-
lega efagjarnir vísindamenn, svika-leitendur og rengingamenn
sitji saman á tilraunafundum, fáist miklu minni fyrirbrigði,
vegna hins andlega ósamræmis eða vöntunar á samhug.
Richardson segir í sinni skýrslu, að slcifta megi miðils-
æfi frú Crandon í þrjú tíinabil: 1. Tímabil hinnar vinsam-
legu áthugunar, þar sem að nokkuru leyti voru háfðar gadur
á miðlinum. — 2. Tímabil strangari athugunar af hendi rann-
sóknarnefndarinnar frá „Scientific Anierican“. — 3. Tveggja
mánaða tímabil rannsóknar mr. Erics Dingwalls, rannsókna-
manns brezka sálarrannsóknafélagsins. Þá var eftirlitið gert
enn strangara. „Mín vísindalega sál fagnaði því“, segir liann,
„að hert var á strangleilc skilyrðanna, einkum þar sem • ljós
kom, að tilhneiging mín til að líta vingjarnlegum auguin á fyr-
irbrigðin réttlættist af því, sem gerðist; því að fyrirbrigðin
urðu að smnu leyti því merkilegri, því meir sem liert var á slcil-
yrðunum.“ Dr. Riehardson hefir verið viðstaddur á mörguui
fundum öll þessi þrjú tímabil.
Og ætti hann að lýsa nákvæmlega öllu því, er hann liafi
heyrt og séð á tilraunafundunum, segir hann að það mundi
verða lieil bók, I skýrslu sinni lýsir hann ellefu atriðum, sem
honum finnast vera mest sannfærandi. Hér er ekki unt að segja
frá þeim öllum, en eg læt mér ntegja að drepa á íatt eitt: