Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 46
40
M 0 ll G U N N
stórar og sterklegar, svo að mínar liendur, sem eru meðal-
stórar, virtust litlar í samanburði við þær. Svipurinn bar
vott um rólega ánægju. Yfirleitt var líkamningin í fullu
samræmi við útlit föður míns á seinustu æfiárum lians. Eg
befi síðan séð liann livað eftir annað á sambandsfundum.
Á meðan á þessu stóð, liafði eg staðið fyrir framan föð-
ur minn og skyggt á fyrir öðrum fundarmönnum. Eg var
beðinn að ganga ögn til hliðar, en í stað þess fór eg í sæti
mitt. Eg þurfti ekki að sjá meira. Eg var sannfærður.
I fyrstu var dálítið ókennilegur svipur á föður mínum,
en liann livarf, þegar slæðunum var ýtt aftur, svo að hárið
og skeggið sást. Eg ályktaði því, að svipur þessi væri slæð-
unum að kenna, og reyndi síðar, er eg var kominn heim, að
vefja livítum dúki um höfuð mér á líkan liátt, og kom bá
breyttur svipur á andlit mér, en hvarf, er eg tók dúkinn í
burtu.
Faðir minn gekk nú nokkur skref áfram. Hann var, eins
og' hinir líkamningarnir, með dálítinn hvítan klút í hend-
inni. Klút þennan lagði liann nú í höndina á einum fundar-
manninum og lét liann kreppa hnefann. Sessunautar manns-
ins tóku og á klútnum. En sinátt og smátt minkaði klútur-
inn og var alveg horfinn úr liendinni eftir svo sem hálfa
mínútu. Ilann hafði aflíkamazt.
Faðir minn fór nú inn í byrgið. í sömu svipan var for-
tjaldið opnað af soíandi miðlinum. Nokkrir fundarmenn
fóru inn í byrgið, en ekkert sást af líkamningnum eða slæð-
unum. —
Nu var aftur sungið, og á meðan lrom út úr byrginu
hvítklædd stúlka. Hreyfingar hinna veranna höfðu verið ró-
legar, en þessi vera var mjög fjörug, gekk að sætum ýmsra
fundarmanna og rétti sumum þeirra höndina.
Þessi líkamningur var Marie Mindennann, dóttir viS-
staddrar roskinnar konu, og liafði látizt 18 ára gömul. Slæð-
urnar voru ríkulegar og fagurlega fyrir komið. Einkennileg-
ast var höfuðið, sem var alls ekki hulið. Hárið var svart og
hrokkið, líkt og á svertingja. llún tók hönd mína og bar hana