Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 42
36
MOBGUNN
voru tveir gluggar. Ilúsgögnum hafði verið rutt út og látnir
í staðinn stólar fyrir fundarmenn, og voru þeir í þremur röð-
um. Tjaldað var fyrir eitt liornið með dökku, ófóðrúTSu ullar-
efni, sem fest var í loftið, en náði ekki alveg niður að gólfi;
var svo sem handarbreidd milli gólfsins og fortjaldsins. For-
tjaldið var í fernu lagi og var skarað um samskeytin, svo að
ekkert ljós kæmist inn í byrgið. Þar inni átti miðillinn að
sitja á reyrstóli. Breitt var fyrir gluggana, og í herberginu
var röklcur, en þó svo bjart, að allir fundarmenn gátu greint
og þelckt liver annan og lesa mátti tölurnar á klulckuskífu í
þriggja metra fjarlægð. Fundarmenn sátu þannig, að frá
fremstu sætaröðinni að fortjaldinu var um liálfs annars metra
breitt svæði. Ungfrú Tambke settist nú á reyrstólinn, og fund-
urinn byrjaði. Nú læt eg herra Ohlhaver segja frá í fyrstu
persónu, en stytti þó dálítið frásögn lians:
— Eftir tólf mínútur sá eg eitfhvað hvítt fyrir neðan
fort.jaldið. Rétt á eftir sást hönd nokkuð hátt uppi, og veif-
aði hún hvítum vasaklúti, og síðan geklt hvítklædd vera út
úr byrginu og veifaði enn vasaklútnum. Eg hafði hálfgert
ímyndað mér, að líkamningar væru eitthvað draugalegir, en
nú sá eg í fyrsta sinni líkamning, og það var síður en svo,
að nokkuð væri ægilegt við liann. Þetta var ljómandi falleg
og yndisleg stúllca.
Eg sat í fremstu röð, beint þar fyrir framan, sem ver-
an kom út lir byrginu. Þekktu flestir fundarmenn hana og
nefndu hana Margarittu. Iíún var kona í hærra lagi, klædd
í snjóhvítan hjúp, sem haldið var saman um mjaðmirnar
með svörtu belti. Klæðnaðurinn var svo síður, að hann dróst
með jörðu. Aftari liluti höfuðsins var einnig hulinn slæðum.
Ilárið var hrafnsvart, skipt í miðju, dálítið liðað. Ennið var
hvítt, augabrúnir svartar, nefið beint, andlitið lieldur langt,
og svipurinn rólegur og íhugull. Margaritta stóð við fortjald-
ið og hafði látið það falla saman að baki sér, svo að engin
birta komst inn í byrgið. Mér var sagt, að hún væri vön að
leggja hendur yfir þá fundarmenn, sem lasnir kynnu að vera.
Þetta varð og nú. Hún veifaði klútnum og benti með því til