Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 54
48
MORGUNlsr
stærri en 350 metrar í þvermál og kjarninn ekbi stærri en
mannshnefi! — Með öðrum orðum — langmestur hluti
atómsins er að eins tómt rúm, sem umspent er 'þessum ein-
kennilegu kraftfjötrum! — Milli atómanna innbyrðis í efn-
inu er einnig hlutfallslega langt bil, svo að ef liið rannsak-
andi auga er orðið nógu lítið, þá sýnist hið fastasta efni ekki
l>éttara í sér en himingeimurinn kemur fyrir sjónir um heið-
ríka vetrarnótt.
Þótt gert sé ráð fyrir, að náttúruvísindunum skjátlist
eitthvað um byggingu frumeindanna, þá er engin ástæða til
að efast um víðáttuna í smæðarheiminum, úr því að skynfæri
vor eru svo ófullkominn stærðarmælikvarði, sem auðséð er
við ofurlitla umhugsun. Fyrir svo fínni sjón, sem gæti greint
sjálf atómin og byggingu þeirra, þá væri einn sóttkveikju-
gerill, sem er mannlegum augum ósýnilegur fyrir smæðar
sakir, alveg óyfirsjáanlegur fyrir stærðar sakir. Á hinn bóg-
inn yrði líka jörðin með öllum hennar kostum og kynjum
að ósýnilegri ögn séð frá sjónarmiði liins mikla stjörnugeims.
— Það er því augljóst, að ekki einungis liugtökin ,,smátt“
og „stórt“ hljóta eingöngu að fara eftir þeim mælikvarða, sem
lagður er í það og það sinn, heldur fara hugtökin „grein-
anlegt“ og ,,ógreinanlegt“ eða sýnilegt og ósýnilegt ein-
göngu eftir því, hvers konar skynfæri um er að ræða. Og að
skynfæri vor nái óendanlega skamt, það hefir marga að visr
lengi grunað, en náttúruvísindin hafa nú sýnt og sannað,
að jafnvel langmestur liluti liins daglega efnisheims liggur
oss dulinn vegna skynfæraskorts.
Og vegna þess, hvað rúmskyn vort grípur yfir óendan-
lega lítið svæði af þeirri tilveru, sem menn þó vita að er ti!,
þá hafa um leið myndast óyfirsjáanlega margir möguleikar
fyrir tilveruformum, sem skynið grípur ekki, jafnvel þótt
þessi form séu alveg jafnveruleg og það, sern vér þreifum á.
Þannig hafa t. d. nokkrir náttúrufræðingar haldið því fram,
að til mundi vera efni þiisund sinnum þéttara en jörðin, er
upp tæki þó sama rúmið. Sólkerfi vort liði innan um þetta
efni eins og óverulegur þokuslæðingur eða skuggi. Á sama