Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 64
58 MORÖUlílí
urinn dauður og rotaður. Þá slitnar draumurinn á bletti, og
mér þykir eg vera kominn yfir á bæjarbryggjuna. Liggur þá
selurinn þar á 3 steinum við rauðan ljóskers-stólpa, og þykir
mér eg þá hlaupa beint upp eftir veginum, sem liggur upp frá
bryggjunni. Lengri varð ekki draumurinn.
Morguninn eftir kemur Margrét Magnúsdóttir, sem var
vinnukona hjá móður minni, inn til mín og spyr mig, hvort
eg viti nokkuð um Svein. Segi eg henni, að hann hafi komið
heim á venjulegum tíma í gærkvöldi og liafi kallað á mig og
hljóti að vera í rúmi sínu. Þá segir luin: „Eg er biiin að koma
inn í lierbergið og rúmið er ósnert.“
Þá var farið að leita að Sveini og héldum við, að hann
mundi vera liti í „Geysi1 ‘, og hafa mist frá sér skjöktbátinn.
Sent var út í „G-eysi“, en þar var enginn maður. Þegar eg
kom ofan á bæjarbryggju þennan dag, nokkru fyrir hádegi,
liggur lík Sveins þar, nákvæmlega á þessum þrem steinum við
ljóslsers-stólpann, eins og eg hafði séð selinn í draumnum, og
sáust merki þess á líkinu, að liann hafði rotast. Hafði líkið
fundist vestan við bæjarbryggjuna. ITafði liann auðsjáanlcga
dottið út af annarrihvorri bryggjunni og rotast, því að liátt
er af bryggjunum um fjöru og mjög grýtt þar undir. Yita
menn það síðast um liann, að hann gekk milli 9 og 10 um
kvöldið úr beituskúrnum niður á bryggju tíl að sækja sjó í
fötu. Var kolsvarta myrkur og ekkert ljós á bryggjunni. En
einmitt á þessum tíma heyrði eg kallað á mig.
Þegar eg liafði skoðað líkið, gekk eg nákvæmlega sama
veg upp af bryggjunni, eins og í draumnum, — upp í spítala,
til þess að fá líkið geymt þar í líkhúsinu.
Nóttina áður en Sveinn heitinn var jarðaður, dreymir
mig að liann komi til mín, og biður liann mig að afsaka, að
hann hafi ekki komið til mín fyr; segist hann hafa verið á ein-
lægu ferðalagi, og sé nú loks kominn heim til sín og líði sér
vel; og því næst bætti hann við: „Vertu nú sæll! og við sjá-
umst seinna.“
Það skal tekið fram, að Sveinn þessi var fremur fálátur,