Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 108
102
MORGtlNN
í London, en í því félugi eru ekki níema fáir úrvalsmenn. Ef
þ\'í nokkur á að geta talað með valdi um þessi efni, þá get-
ur liann talað af liinu mesta valdi til vor. Hann talar af
reynslu og þekkingu.......
Eg get lýst yfir því, að sannanirnar fyrir raunveruleik
þessarra svonefndu yfirvenjulegu líkamlegu fyrirbrigða eru
nú mjög sterkar. Baráttan um veruleik þeirra hefir á síðari
árum orðið miðdepillinn í mikilli deilu í Norðurálfunni, eða
öllu lieldur í Englandi, Fralcklandi og Þýzkalandi; og í þeirri
deilu taka þátt frá báðum liliðum ekki aðeins fylgismenn
margvíslegrar hjátrúar, lieldur ýmsir frábærustu gáfumenn,
vísindamenn, ágætir læknar o. s. frv.
Boston hefir lengi haft orð á sér fyrir að vera mesti
nýjungabær í heimi, uppspretta nýrra trúbragða, nýrra
guðsdýrkunarsiða, nýrra lækningar-aðferða, alls konar nýrra
undra. Ilún hefir ávalt verið í framliðinu, og það mundi vera
eitthvað kynlegt, ef Bostonar væri hvergi getið í þéssari deilu.
En það hefir ekki verið gengið fram lijá Boston. ()g Boston
hefir ekki brugðist. Boston hefir lagt „Margery“ (lþ. e. frú
Crandon) til og með því að lcggja „Margery“ til, liefir Boston
skipað sér mitt í dedluna og í fylkingarbrodd liennar, svo að
segja má, að augu veraldarinnar hafi nú beinst að Boston.
Vér hljótum allir að fagna því, að „Margery“ hefir haldið
við hinu forna áliti Bostonar.“
Auðsjáanlega hafði þessi merlci sálarfræðingur nú aftur
sóU í sig veðrið og gerst liugrakkari, endu hafði hann enn
orðið vottur að merkilegum fyrirbrigðum og hafði nú við
hlið sér styrka stoð. En áður en hann lauk máli sínu, tók
liann það fram, að þótt menn viðurkendu fyrirbrigði þau, er
mr. Dingwall letlaði að segja frá, sem fullkominn raunveru-
leik og yfirvenjuleg og játuðu, að vísindin megnuðu eigi á
sínu núverandi stigi að skýra þau, þá væri samt eigi óumflýj-
anleg nauðsyn að fallast á spíritistísku skýringuna yfirleitt.
Hann mælti með dæmi prófessors Riehets í París, að greina
í milli staðreynda og tilgátuskýringa.
Með öðrum orðum: nú cr prófessor MeDougall kominn