Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 110
104
MORGUNN
úlnliði liennar o» ökla; sams konar úlnliðabönd báru þeir, er
sátu sínu rnegin byor við miðilinn. Þeir héldu höndum lienn-
ar. Oftast var alveg mvrkur á fundunum; stundum var leyft
að bafa skímu eða rautt blys.“
Því næst skýrði bann frá, að ýmsir blutir með lýsandi
blettum befðu verið settir á borðið í tilraunastofunni, líkt
og gert var hér í Reykjavík við flutninga-tilraunir með Biner
Nielsen í fyrra. Las liann ýmislegt úr fúndarskýrslunum fyrir
ábeyrendum sínum. Vil eg þar sérstaklega g'eta þeSsa:
Mr. Dingwall fékk að þreifa á útfryminu; það lagðist
yfir liönd lians og var líkast kaldri, þvalri tungu. Það kom
og á liendur prófessors-MeDougalls og Worcesters prests. Síð-
ar á sama fundi var það lagt í lófa mr. Dingwalls, en var þá
þurrara. Þessi „tunga“ eða „fingur“ tók að færa lilutina til.
„Walter“ beimtaði þá lýsandi skífu; var hún reist upp á
borðinu; en þá sýndi liann upp við liana liönd, sem líktist
belgvetling. Útfrymis-massinn lireyfðist þessu mest yfir að
körfu, sem á borðinu var, kastaði Jienni burt og fasrði sig
yfir í lcjöltu miðilsins. Þar sá mr. Dingwall útfrymið kvísl-
ast sundur sem klunnalega fingur. Bitt sirm var lýsandi diski,
með körfu ofan á, lyft upp; bann sveif í loftinu, án jiess
að karfan félli af lionum.
Á öðrum fundi gerðist þetta meðal annars: Allir þrír
rannsóknarmennirnir sáu langan útfrymisstreng, sem þeir
fengu að þreifa á; var hann með holdslit, en nokkuð lirjúf-
ur viðkonni; lá bann frá útfrymis-massanum á borðinu að
miðlinum. Síðar lyfti fingurmyndað útfrymi lýsandi bring
af borðinu og veifaði lionum í allar áttir. Á borðinu sáu þeir
útfrymismassa líkan hendi, gráan massa líkan kít.ti, eins og
myndhöggvari væri að móta hönd úr leiri, en djúpar hörunds-
hrukkur um hnúana. Síðar var þeim sýnt upp við skífuna,
iivernig 5 fingur mynduðust út úr massamun.
Öðru mjög merkilegu atviki sagði hann frá: Eitt sinn
varpaði miðillinn útfrymismassanum úr kjöltu sinni upp ú
borðið með höndunum, sem þó var hnldið, og síðan var rann-
sóknamönnum öllum leyft að þreifa á útfryminu, Var það