Morgunn - 01.06.1925, Blaðsíða 60
54
MORGUNN
nolckuð vœri að. Iíón tók því dauflega í fyrstu, svo að eg
sagði lienni draum minn og sýn (sem eg annars myndi liafa „
þagað um við alla), og var hún þá fús til þess að fara á
fætur. Við lióldum ofan í göngin og sáum þaðan, að dimt
var í herbergi ráðsmannsins; gengum við svo áfram til hlóða-
eldhúss, þar sem slátur hafði verið soðið um daginn, því að
mér flaug í hug, að þar myndi kviknað í. Úr því eldhúsi er
innangengt í fjósið.
í eldliúsinu var hvorki eldur né reykur.
Til vonar og vara opnaði eg fjósið, og var það þá fult
af reyk og logaði þekjan; liefir kviknað í af neistaflugi frá
reykháf. Við vöktum fólkið í skyndi; tólcst að bjarga kúnum
út óskemdum, en það voru síðustu forvöð.
Eftir nokkurn tíma varð eldurinn slöktur, án þess að
verulegt tjón yrði að.
Eiðum, 14. okt. 1924.
Guðrún Hannesdóttir.
D. Vottorð Dagbjartar.
Eiðum, 26. okt. 1924.
Eg votta það, að skýrsla Guðrúnar Hannesdóttur, dags.
14. okt., er í alla staði rétt, að því er mig snertir.
Hún vakti mig um nóttina, áður en eldsins varð vart, og
sagði mér draum sinn og sýn í sámhljóðan við það, er stend-
ur í skýrslu hennar; að eins gat hún þess ekki, að sér hefði
virzt myndin líða meðfram rúmstokknum í áttina til dyra.
Dagbjört Gn<5jónsdóttir.
E. Vottorir ráðsmanns og skólastjóra.
Við undirritaðir vottum það, að skýrsla Guðrúnar ITann-
esdóttur 14. þ. m. er í samhljóðan við það, sem hún sagði
okkur og fleiri heimilismönnum aðfaranótt 5. okt., þegar er
eldurinn hafði verið slöktur; að eins er frásögnin í slcýrsl-
unni dálítið fyllri.
Eiðum, 26. okt. 1924.
Páll Hermannsson. Asmundur Quðmundsson.