Morgunn - 01.12.1953, Síða 3
Úr ýmsum áttum.
EFTIR RITSTJ.
★
Raddir
lesendanna.
Ein sönnun þess, að málefni MORGUNS á miklum vin-
sældum að fagna af mörgum, eru bréf þau utan af lands-
byggðinni, sem ritstj. hans berast. Flest eru það að mestu
einkabréf með þakkarorðum eða bendingum
um eitt og annað, sem betur mætti fara. Er
ástæða til að þakka þau bréf öll og óska
þess, að lesendurnir hafi sem mest samband við ritstjórn-
ina. Fyrir nokkuru barst bréf frá lesanda í Norðurlandi,
þar sem meðal annars segir svo: „Faðir minn keypti
MORGUN frá upphafi, og ég hef lesið hann allan, spjalda
á milli, og margar greinar oft. Ég hef heillazt af mörgu
því, sem þar hefur komið fram, og ég hef reynt að kynna
mér sem bezt allt, sem ritað hefur verið um andleg mál,
og þá fyrst og fremst spíritismann hér á landi og á orðið
allgott safn bóka um þau efni. Frá því, er ég komst til
vits og ára, hefur aldrei verið í sál minni vottur af efa
um framhaldslífið — um hina eilífu þroskamöguleika
mannsandans. Ég trúi því, að hönd Guðs haldi ljóskyndli
kærleikans jafn hátt yfir sorgum mannanna sem sælu
þeirra, að hann sé aldrei fjarri, að augu hans vaki yfir
gjörvallri tilvist, að á bak við myrkustu skýin felist stund-
um skærustu geislarnir, að eins og maðurinn sái, svo
muni hann og uppskera, að engum sé útskúfað, að allir
eigi sér einhverja von uppreisnar, að allir hljóti einhvern
tíma „kórónu lífsins".--------Þessa trúarvissu hef ég
öðlazt fyrst og fremst fyrir hollt uppeldi í foreldrahúsum
og fyrir djúpstæða lífsreynslu, — en líka að verulegu
leyti fyrir lestur göfgandi bóka og einlæga leit að sann-
£